Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   mán 05. júlí 2021 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þórhildur Þórhalls lánuð í Fylki (Staðfest)
Kvenaboltinn
Þórhildur Þórhallsdóttir.
Þórhildur Þórhallsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir hefur fengið Þórhildi Þórhallsdóttur á láni frá Breiðablik út tímabilið.

Þórhildur er þrælefnilegur leikmaður sem er fædd árið 2003. Hún er uppalin í HK/Víking og spilaði með liðinu tvö tímabil í Pepsi Max-deildinni 2018 og 2019.

Hún gekk í raðir Breiðablik 2019 en var á láni hjá Augnablik í fyrra þar sem hún skoraði fimm mörk í 14 leikjum í Lengjudeldinni.

Á þessu tímabili hefur Þórhildur komið við sögu í sex leikjum í Pepsi Max-deildinni en hún mun eflaust fá stærra hlutverk hjá Fylki.

Fylkir hefur ollið vonbrigðum í Pepsi Max-deildinni í sumar og situr í áttunda sæti, einu stigi frá fallsvæðinu.

Þórhildur getur spilað með Fylki í næsta leik gegn ÍBV á morgun.
Athugasemdir
banner
banner