banner
   þri 05. júlí 2022 12:22
Elvar Geir Magnússon
Galtier nýr stjóri PSG (Staðfest)
Mynd: Getty Images
„Ég tek við þessu starfi með mikilli auðmýkt en einnig ákveðni í að ná árangri," segir Christophe Galtier sem var á fréttamannafundi áðan staðfestur sem nýr stjóri Frakklandsmeistara Paris Saint-Germain.

Í morgun var loks formlega tilkynnt um brotthvarf Mauricio Pochettino.

Galtier er talinn einn besti þjálfari frönsku deildarinnar undanfarin ár þar sem honum tókst að vinna titilinn með Lille í fyrra. Hann yfirgaf þó félagið yfir sumarið eftir ósætti við nýjan eiganda, tók við Nice og stýrði þeim í sjötta sæti frönsku deildarinnar sem gefur þátttökurétt í forkeppni Sambandsdeildarinnar.

Galtier er 55 ára og tekur nú við þessu erfiða starfi hjá PSG þar sem kröfurnar eru alltaf gríðarlegar og félaginu dreymir um að vinna sjálfa Meistaradeild Evrópu.
Athugasemdir
banner
banner
banner