Garðar Gunnlaugsson, framherji ÍA fannst sitt lið eiga meira skilið gegn Víkingum í dag en leikurinn endaði 1-1.
Víkingar komust yfir snemma leiks en Garðar jafnaði með skalla eftir hornspyrnu og þar við sat.
Víkingar komust yfir snemma leiks en Garðar jafnaði með skalla eftir hornspyrnu og þar við sat.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 - 1 ÍA
„Já mér fannst það, við áttum hörkuskalla tvisvar í hornum og við áttum allavega að fá eitt víti fannst mér."
„Ég var hársbreidd frá því að ná honum í lokin, við hefðum getað stolið þessu."
Skagamenn byrjuðu leikinn skelfilega en komust svo meira inn í hann.
„Við vorum alveg lost í byrjun, ég veit ekki afhverju. Við endum hálfleikinn mjög vel, skorum úr hornspyrnu, svo eigum við bara seinni hálfleikinn."
Garðar var meiddur stóran hluta móts en hann er allur að koma til og er ánægður með standið á sér.
„Það er allt að koma, ég var frá í sjö vikur en nú finnst mér spilformið vera alveg að koma."
Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Athugasemdir