lau 05. september 2020 19:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Birkir sá fyrsti sem hittir ekki á rammann gegn Englandi frá 2009
Icelandair
Birkir í leiknum.
Birkir í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland tapaði 1-0 gegn Englandi þegar liðin áttust við í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli í dag.

England tók forystuna í uppbótartíma þegar Raheem Sterling skoraði af vítapunktinum. Birkir Bjarnason fékk gullið tækifæri til að jafna í 1-1 í næstu sókn en honum brást bogalistinn af vítapunktinum.

ÍSLAND FÆR VÍTI!!!! HÓLMBERT FÆR VÍTI NÝKOMINN INN SEM VARAMAÐUR!!!!! Hólmbert kom hlaupandi inn í teiginn og Joe Gomez fór aftan í hann! Serbneski dómarinn bendir á punktinn," skrifaði Elvar Geir Magnússon í beinni textalýsingu en svo kom þetta:

„NEEEEIIIII!!!! Birkir skýtur yfir úr vítaspyrnunni. Afskaplega slök spyrna."

Fjölmiðlamaðurinn Andy Bodfish birtir athyglisverða tölfræði á Twitter þar sem hann segir frá því að Birkir sé fyrsti leikmaðurinn til að hitta ekki á markið í vítaspyrnu gegn Englandi frá 2009. Sá síðasti til að gera það var Luis Fabiano, þá sóknarmaður Brasilíu.

Sjá einnig:
Sjáðu vítaspyrnurnar sem skildu Ísland og England að
Ward-Prowse traðkaði á vítapunktinum fyrir víti Íslands


Athugasemdir
banner
banner
banner