Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   lau 05. september 2020 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikur Tékklands og Skotlands á að fara fram
Tomas Soucek.
Tomas Soucek.
Mynd: Getty Images
Leikur Skotlands og Tékklands í Þjóðadeildinni mun fara fram þrátt fyrir fréttir gærdagsins um að hann myndi ekki gera það.

Tékkneska knattspyrnusambandið greindi frá því í gær að leikurinn myndi ekki fram eftir að smit kom upp í þjálfarateyminu. Tomas Soucek, leikmaður West Ham, og Patrik Schick, sóknarmaður Bayer Leverkusen, voru sendir í sóttkví eftir samskipti við umræddan þjálfara og voru ekki í leikmannahópi Tékka sem lagði Slóvakíu að velli í gærkvöldi.

Skotlandi hefur verið tjáð að hlusta ekki á Tékkana og undirbúa sig fyrir leikinn eins og hann muni fara fram. Leikurinn á að vera á mánudagskvöld í Tékklandi.

Reglur UEFA segja til að leikir muni fara fram ef lið eru með 13 leikmenn klára í slaginn.

Eins og staðan er núna þá mun leikurinn fara fram eins og hann átti að gera.
Athugasemdir
banner
banner
banner