Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 05. september 2022 09:16
Elvar Geir Magnússon
Utrecht
Bayern ætlar að reyna við Kane
Powerade
Harry Kane, sóknarmaður Tottenham.
Harry Kane, sóknarmaður Tottenham.
Mynd: EPA
Caglar Söyuncu.
Caglar Söyuncu.
Mynd: EPA
Powerade slúðrið að þessu sinni er skrifað frá Utrecht í Hollandi. Kane, Gallagher, Zakaria, Firmino, Gavi, Tielemans, Gakpo, Tavares, Söyuncu og fleiri í pakkanum í dag.

Harry Kane (29) hefur verið sagt að hafna nýju samningstilboði frá Tottenham en Bayern München mun líklega gera tilraun til að fá enska sóknarmanninn. (Bild)

Crystal Palace mun leggja fram 20 milljóna punda tilboð í enska miðjumanninn Conor Gallagher (22) hjá Chelsea í janúarglugganum en leikmaðurinn lék frábærlega á lánssamningi á Selhurst Park á síðasta tímabili. (Mail)

Galatasaray hefur áhuga á að fá tyrkneska varnarmanninn Caglar Söyuncu (26) sem var ekki í leikmannahópi Leicester í tapinu gegn Brighton í gær. Glugginn í Tyrklandi er enn opinn.(Leicestershire Live)

Glazer fjölskyldan hefur sett 3,75 milljarða punda verðmiða á Manchester United en það gæti vakið áhuga frá Dúbaí. (Mail)

Portúgalski varnarmaðurinn Nuno Tavares (22) hjá Arsenal segist hafa viljað klásúlu um möguleg kaup í lánssamningnum við Marseille. (RMC Sport)

Liverpool vildi fá svissneska miðjumanninn Denis Zakaria (25) frá Juventus en endaði í staðinn með að fá Brasilíumanninn Arthur Melo (26) þegar Zakaria valdi Chelsea. (Calciomercato)

Juventus mun reyna að fá brasilíska framherjann Roberto Firmino (30) frá Liverpool í janúar. (Liverpool Echo)

Bayern München hefur áhuga á spænska miðjumanninum Gavi (18) hjá Barcelona en samningur hans rennur út næsta sumar. (Christian Falk)

Leeds mun gera aðra tilraun til að fá hollenska framherjann Cody Gakpo (23) í janúar eftir að hafa mistekist að fá hann í sumar. (Fabrizio Romano)

Chelsea hefur enn ekki ráðið íþróttastjóra en Maxwell, fyrrum varnarmaður Barcelona, og Michael Edwards sem var hjá Liverpool eru á blaði. (Athletic)

Chelsea er líklegast til að fá rússneska vængmanninn Arsen Zakharyan (19) frá Dynamo Moskvu. Barcelona og Real Madrid hafa einnig áhuga. (Fichajes)

Lucas Moura (30) er til í að vera hjá Tottenham út samningstímann og yfirgefa félagið á frjálsri sölu 2024. Á gluggadeginum hafnaði Yottenham tilboðum frá Newcastle og Aston Villa. (Football Insider)
Athugasemdir
banner
banner