Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fim 05. september 2024 15:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Líklegt byrjunarlið Íslands - Tvær níur frammi?
Icelandair
Andri Lucas Guðjohnsen.
Andri Lucas Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðlaugur Victor Pálsson.
Guðlaugur Victor Pálsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri Steinn Óskarsson.
Orri Steinn Óskarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland hefur á morgun leik í Þjóðadeildinni er Svartfjallaland kemur í heimsókn á Laugardalsvöll. Fyrirfram ættu möguleikarnir að vera ágætir fyrir íslenska liðið í þessum leik, og í þessum riðli.

Það hafa högg verið skorin í lið Íslands fyrir leikinn en Hákon Arnar Haraldsson og Sverrir Ingi Ingason meiddust báðir í aðdragandanum.



Stærsti höfuðverkurinn er líklega vörnin en eftir að Sverrir Ingi meiddist þá var Brynjar Ingi Bjarnason kallaður í hópinn. Brynjar meiddist líka og þá var miðjumaðurinn Júlíus Magnússon fenginn í hópinn. Miðvarðastaðan er áhyggjuefni fyrir íslenska liðið.

„Það er alltaf áhyggjuefni. Við viljum ekki snerta U21 landsliðið sem er að spila mikilvæga leiki. Við tókum Júlíus inn þar sem við vitum að við getum notað aðra leikmenn í miðverði ef við þurfum á því að halda. Gulli Victor getur leyst allar stöðurnar í vörninni til dæmis. Við erum í góðum málum fyrir fyrri leikinn," sagði Age Hareide, landsliðsþjálfari á fréttamannafundi í dag.

Við spáum því að Guðlaugur Victor verði í miðverði og með honum verði Daníel Leó Grétarsson sem hefur verið að leika vel í Danmörku. Alfons Sampsted verði þá í hægri bakverði en ef Sverrir hefði verið með, þá hefði Guðlaugur Victor líklega verið í bakverði.

Miðjan er sterk og við spáum því að Jón Dagur Þorsteinsson og Arnór Sigurðsson verði á köntunum. Svo spáum við því að Andri Lucas Guðjohnsen og Orri Steinn Óskarsson verði saman frammi, en þeir eru tveir gríðarlega spennandi sóknarmenn sem gaman væri að sjá í 4-4-2 kerfi.

Leikurinn á morgun fer af stað klukkan 18:45 og fer hann fram á Laugardalsvelli. Enn er hægt að nálgast miða á leikinn í gegnum Tix.is.
Athugasemdir
banner
banner
banner