Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fim 05. september 2024 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Bjóða Martial stærsta samning í sögu félagsins
Anthony Martial
Anthony Martial
Mynd: Getty Images
Gríska félagið AEK Aþena hefur boðið franska sóknarmanninum Anthony Martial stærsta samning í sögu félagsins en það er Sport24 sem greinir frá.

Martial er 28 ára og án félags eftir að hafa yfirgefið Manchester United þegar samningur hans rann út í sumar.

Frakkinn hefur verið að skoða stöðuna vel og vandlega, en hann er sagður vera með tilboð frá öllum heimsálfum.

Sport24 fullyrðir að AEK Aþena hafi boðið Martial stóran samning en hann yrði launahæsti leikmaður í sögu félagsins ef hann ákveður að taka boðinu.

Argentínumaðurinn Erik Lamela er í dag launahæsti leikmaður í sögu félagsins með tvær milljónir evra í árslaun en Martial myndi trompa það.

Talið er ólíklegt að Martial fari til Grikklands á þessum tímapunkti ferilsins, en hann telur sig enn hafa burði til að spila í stærstu deildum Evrópu.
Athugasemdir
banner
banner
banner