William Saliba, Cristian Romero, Lamine Yamal og fleiri koma við sögu í pakkanum
   fim 05. september 2024 16:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Einhver mesta rækjusamloka sem hefur spilað fyrir United"
Jadon Sancho.
Jadon Sancho.
Mynd: Chelsea
Jadon Sancho gekk í raðir Chelsea á gluggadeginum eftir hreint út sagt ömurlega dvöl hjá Manchester United.

Það eru einungis örlitlar líkur á því að Sancho snúi aftur til United eftir lánið því láninu fylgir kaupskylda ef Chelsea endar í einu af efstu 14 sætunum í úrvalsdeildinni og mun greiða 20-25 milljónir punda fyrir Englendinginn.

Það voru miklar vonir bundnar við Sancho, sem er 24 ára kantmaður, þegar hann gekk í raðir United. En hann gerði lítið sem ekki neitt í rauða búningnum nema að lenda í rifrildi við stjóra liðsins. Þegar hann kvaddi United í gegnum samfélagsmiðla þá voru mjög litlar tilfinningar í þeirri færslu, nánast engar.

„Ég vil þakka stuðningsmönnunum, starfsfólkinu og liðsfélögum mínum. Óska ykkur alls hins besta fyrir framtíðina," skrifaði Sancho.

Það var aðeins rætt um Sancho í Enski boltinn hlaðvarpinu á dögunum.

„Ég hef átt samtöl við einn fárveikan Chelsea mann sem heldur að Jadon Sancho sé að fara að gera frábæra hluti á Brúnni. Þetta er akkúrat umhverfið sem Sancho er ekki að fara að gera neitt í, þetta Chelsea-lið," sagði Eysteinn Þorri Björgvinsson, leikmaður Augnabliks og stuðningsmaður Manchester United, í þættinum.

„Hann er ekki í öguðu umhverfi með Cole Palmer félaga sinn og Noni Madueke... þetta eru allt bara einhverjir gemsar og hann er að fara að gemsast þarna líka. Hann á ekki eftir að geta neitt."

„Þetta er bara pappakassi," sagði Eysteinn jafnframt þegar rætt var um færsluna frá Sancho er hann kvaddi Man Utd. „Þetta er einhver mesta rækjusamloka sem hefur spilað fyrir United. Þetta er óþolandi leikmaður fyrir stuðningsmann að hafa í liðinu sínu; hann er aldrei í standi einhvern veginn og ég meika ekki þennan gæja."

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að neðan.


Enski boltinn - Liverpool fékk betri sköllótta Hollendinginn
Athugasemdir
banner
banner
banner