Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 05. október 2020 23:04
Ívan Guðjón Baldursson
Joe Rodon ekki til Tottenham í bili - Hafa tíma til 16. október
Mynd: Getty Images
Ensk félög hafa komist að samkomulagi um að halda félagaskiptaglugganum opnum fyrir skipti innan Englands þar til landsleikjahlénu lýkur 16. október.

Þetta eru góðar fréttir fyrir Tottenham sem hefur ellefu auka daga til að ganga frá félagaskiptum Joe Rodon frá Swansea.

Rodon er 22 ára gamall miðvörður sem kostar 18 milljónir punda og vill Jose Mourinho ólmur auka samkeppnina um byrjunarliðssæti í hjarta varnarinnar.

Rodon á fjóra leiki að baki fyrir velska landsliðið og 49 á tveimur árum hjá Swansea.

Toby Alderweireld og Davinson Sanchez eru með byrjunarliðssætin sem stendur en Japhet Tanganga kemur á eftir þeim í goggunarröðinni. Varnarsinnaði miðjumaðurinn Eric Dier getur einnig spilað sem miðvörður.
Athugasemdir
banner
banner
banner