Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 05. október 2020 22:36
Ívan Guðjón Baldursson
Robin Olsen til Everton (Staðfest)
Olsen spilaði 35 leiki fyrir Roma 2018-19 en þótti ekki nægilega góður fyrir félagið.
Olsen spilaði 35 leiki fyrir Roma 2018-19 en þótti ekki nægilega góður fyrir félagið.
Mynd: Getty Images
Carlo Ancelotti er ekki öruggur með markvarðarstöðuna hjá Everton þar sem Jordan Pickford, aðalmarkvörður Everton og enska landsliðsins, hefur verið afar mistækur á upphafi tímabils. Af þeirri ástæðu er félagið búið að tryggja sér sænska landsliðsmarkvörðinn Robin Olsen á lánssamningi sem gildir út tímabilið.

Everton er með fullt hús stiga og hefur Pickford átt flottar vörslur en hann hefur líka gerst sekur um skelfileg mistök. Þess vegna vill Ancelotti hafa alvöru samkeppni fyrir hann eftir að Maarten Stekelenburg yfirgaf félagið.

Jonas Lössl, fyrrum aðalmarkvörður Huddersfield og Mainz, er einnig í baráttunni við Olsen og Pickford um markmannsstöðuna.

Olsen er 30 ára gamall og var hugsaður sem arftaki Alisson Becker hjá Roma. Hann kostaði 12 milljónir evra eftir að hafa gert frábæra hluti á milli stanga FC Kaupmannahafnar.

Olsen var þó mistækur hjá Roma og missti byrjunarliðssæti sitt á miðju tímabili. Hann var lánaður til Cagliari í fyrra en tókst ekki að halda sér í byrjunarliðinu þar heldur.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner