Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   mán 05. október 2020 22:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tomori sagði nei við West Ham tíu mínútum fyrir gluggalok
Varnarmaðurinn Fikayo Tomori verður áfram í herbúðum Chelsea.

Félagaskiptaglugginn var að loka og hefði Tomori getað farið til West Ham á láni, en hann valdi að lokum að gera það ekki.

Það var samkomulag á milli félaganna um lánsamning, en hann ákvað á síðustu stundu, tíu mínútum áður en glugginn lokaði, að segja nei við West Ham.

Tomori var einnig orðaður við Everton, en það var úr sögunni þegar Everton festi kaup á Ben Godfrey frá Norwich fyrr í dag.

Tomori er 22 ára gamall og er ekki fyrsti né annar maður á blað í hjarta varnarinnar hjá Chelsea.
Athugasemdir
banner