banner
   mán 05. október 2020 22:23
Ívan Guðjón Baldursson
Torreira til Atletico Madrid (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Atletico Madrid er búið að staðfesta komu úrúgvæska landsliðsmannsins Lucas Torreira á lánssamningi frá Arsenal.

Ef spænska stórliðinu lýst vel á Torreira þá er það með kauprétt sem er talinn nema um 25 milljónum evra.

Torreira er 24 ára miðjumaður sem braust fram í sviðsljósið með Sampdoria í Serie A. Hann vakti áhuga víðs vegar úr Evrópu og hafði Arsenal að lokum betur í kapphlaupinu.

Unai Emery hafði miklar mætur á Torreira og notaði mikið en Mikel Arteta er ekki jafn hrifinn af honum. Arteta telur Torreira aðeins geta spilað í þriggja manna miðju og passar hann því ekki í leikskipulagið.

Torreira mun reyna að fylla í stórt skarð sem Partey skilur eftir sig en hann fer hina leiðina og er búinn að skrifa undir fimm ára samning við Arsenal.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner