Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 05. október 2020 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Tottenham í viðræðum við Swansea - Rodon kostar 18 milljónir
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho vill bæta miðverði við leikmannahópinn sinn hjá Tottenham og gæti Joe Rodon verið rétti maðurinn.

Rodon er miðvörður sem hefur spilað 49 leiki á tveimur árum hjá Swansea City í Championship deildinni. Hann á fjóra leiki að baki fyrir velska landsliðið og mun kosta í kringum 18 milljónir punda.

Tottenham sárvantar miðvörð en liðið er aðeins með fjóra svoleiðis í sínum röðum, þar á meðal eru Japhet Tanganga og Cameron Carter-Vickers. Miðjumaðurinn Eric Dier getur einnig leyst miðvarðarstöðurnar af hólmi.

Rodon, sem verður 23 ára eftir nokkrar vikur, myndi veita Toby Alderweireld og Davinson Sanchez samkeppni um byrjunarliðssæti.

Sky Sports greinir frá því að góðar líkur séu á að skiptin gangi í gegn.
Athugasemdir
banner
banner