Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   fim 05. október 2023 20:07
Ívan Guðjón Baldursson
Óskar Hrafn: Endalaus vinna að bæta gæðin á síðasta þriðjungi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson var svekktur eftir naumt tap gegn Zorya Luhansk frá Úkraínu í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í dag.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  1 Zorya Luhansk

Blikar töpuðu 0-1 á Laugardalsvelli en fengu nokkur tækifæri til að jafna leikinn og næla sér í sitt fyrsta stig í Evrópukeppni.

„Þegar þú ert kominn á þetta stig þá verðuru bara að nýta það sem þú færð. Við vorum að koma okkur í frábærar stöður en svo vantaði einhvern veginn herslumuninn og það er bara eitthvað sem við þurfum að laga. Það er endalaus vinna að bæta gæðin á síðasta þriðjung," sagði Óskar eftir tapið.

„Við vorum opnir á köflum en þetta er það sem við erum. Við sækjum sjálfsmynd okkar í að sækja og vera djarfir og hugrakkir. Þú getur ekki bæði verið djarfur og hugrakkur og verið svo með belti og axlarbönd og reipi utan um þig í leiðinni. Þetta erum við. Einhverjir vilja að við séum varkárari og betur skipulagðir þegar við töpum boltanum en við erum svona, við reynum að pressa hátt. Auðvitað er ýmislegt sem við þurfum að bæta."

Breiðablik er án stiga eftir tvær umferðir, en liðið tapaði 3-2 gegn Maccabi Tel Aviv í fyrstu umferð.
Athugasemdir
banner
banner