Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
Mætti dóttur sinni í kvöld - „Þetta var mjög óþægilegt“
Sandra María óstöðvandi - „Þetta er galin tölfræði"
Slæmur dagur Víkings - „Vilt þú fara í markið?"
Óli Kristjáns: Þegar þú skapar þér ekki færi er erfitt að skora
Nadía skoraði fyrsta markið gegn gömlu félögunum - „Ég leyni á mér"
Blómstrar í nýju umhverfi - „Hún er eitthvað annað góð í fótbolta"
Ósvald Jarl: Búinn að vera frekar óheppinn í gegnum tíðina
Aron Birkir: Líkamlegir burðir hans eru fáránlegir og fótboltinn hefur náð að fylgja með
Ásgeir Helgi um nýjan liðsfélaga sinn: Það er töframaður í honum
Brynjar Björn: Fáum þrjú mörk á okkur og Fjölnir fær varla færi í leiknum
Úlfur: Þeir eru miklir svampar
Reynir Haralds: Við hlógum að því
„Markmiðið er að komast í umspil og fara upp“
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Haraldur Einar: Hefði ekkert verið hrikalegt að vera áfram í FH
Gaman að vera hluti af sérstökum díl í íslenskri knattspyrnu
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
   fim 05. október 2023 20:07
Ívan Guðjón Baldursson
Óskar Hrafn: Endalaus vinna að bæta gæðin á síðasta þriðjungi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson var svekktur eftir naumt tap gegn Zorya Luhansk frá Úkraínu í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í dag.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  1 Zorya Luhansk

Blikar töpuðu 0-1 á Laugardalsvelli en fengu nokkur tækifæri til að jafna leikinn og næla sér í sitt fyrsta stig í Evrópukeppni.

„Þegar þú ert kominn á þetta stig þá verðuru bara að nýta það sem þú færð. Við vorum að koma okkur í frábærar stöður en svo vantaði einhvern veginn herslumuninn og það er bara eitthvað sem við þurfum að laga. Það er endalaus vinna að bæta gæðin á síðasta þriðjung," sagði Óskar eftir tapið.

„Við vorum opnir á köflum en þetta er það sem við erum. Við sækjum sjálfsmynd okkar í að sækja og vera djarfir og hugrakkir. Þú getur ekki bæði verið djarfur og hugrakkur og verið svo með belti og axlarbönd og reipi utan um þig í leiðinni. Þetta erum við. Einhverjir vilja að við séum varkárari og betur skipulagðir þegar við töpum boltanum en við erum svona, við reynum að pressa hátt. Auðvitað er ýmislegt sem við þurfum að bæta."

Breiðablik er án stiga eftir tvær umferðir, en liðið tapaði 3-2 gegn Maccabi Tel Aviv í fyrstu umferð.
Athugasemdir
banner
banner
banner