Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
banner
   fim 05. október 2023 20:07
Ívan Guðjón Baldursson
Óskar Hrafn: Endalaus vinna að bæta gæðin á síðasta þriðjungi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson var svekktur eftir naumt tap gegn Zorya Luhansk frá Úkraínu í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í dag.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  1 Zorya Luhansk

Blikar töpuðu 0-1 á Laugardalsvelli en fengu nokkur tækifæri til að jafna leikinn og næla sér í sitt fyrsta stig í Evrópukeppni.

„Þegar þú ert kominn á þetta stig þá verðuru bara að nýta það sem þú færð. Við vorum að koma okkur í frábærar stöður en svo vantaði einhvern veginn herslumuninn og það er bara eitthvað sem við þurfum að laga. Það er endalaus vinna að bæta gæðin á síðasta þriðjung," sagði Óskar eftir tapið.

„Við vorum opnir á köflum en þetta er það sem við erum. Við sækjum sjálfsmynd okkar í að sækja og vera djarfir og hugrakkir. Þú getur ekki bæði verið djarfur og hugrakkur og verið svo með belti og axlarbönd og reipi utan um þig í leiðinni. Þetta erum við. Einhverjir vilja að við séum varkárari og betur skipulagðir þegar við töpum boltanum en við erum svona, við reynum að pressa hátt. Auðvitað er ýmislegt sem við þurfum að bæta."

Breiðablik er án stiga eftir tvær umferðir, en liðið tapaði 3-2 gegn Maccabi Tel Aviv í fyrstu umferð.
Athugasemdir
banner