Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
   lau 05. október 2024 17:53
Halldór Gauti Tryggvason
Guðni: Sáttur við tímabilið
Kvenaboltinn
Guðni Eiríksson, þjálfari FH
Guðni Eiríksson, þjálfari FH
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

„Við töpum leiknum 3-0 og þá töpum við honum sanngjarnt. Fyrri hálfleikurinn fannst mér dapur af hálfu FH að ýmsu leyti. Þróttararnir bara sterkari en við,“  sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, eftir tap gegn Þrótti í dag.


Lestu um leikinn: FH 0 -  3 Þróttur R.

„Mér fannst við koma nokkuð öflugar inn í seinni hálfleik, lokuðum betur á þær og náðum að ógna þeim að einhverju leyti meira en að sama skapi vorum við ekki nógu beittar fyrir framan mark andstæðingsins.“

 „Þegar að Þróttur skorar þriðja markið er það game over, við hefðum þurft að skora til að koma okkur almennilega inn í leikinn.“

FH endar tímabilið í 6. sætinu. „Ég er sáttur við tímabilið. Það er algjörlega á pari við það sem við settum og lögðum upp með. Við vorum nýliðar í fyrra og það er bara þannig að þegar maður fer inn í ár tvö, það er tricky ár. Markmiðið var að festa sig í sessi í deildinni og helst að vera í top 6 þegar að skiptingu kæmi og við gerðum það.”

Guðni var einnig spurður út í næsta tímabil og hvort að hann væri byrjaður að hugsa út í það. „Öll þessi úrslitakeppni hefur farið í það að hugsa framtíðina og hvernig við ætlum að mæta til leiks að ári. Það er ljóst að við erum í tröppugangi og við ætlum ekki að stoppa í tröppunni. Við tókum gott skref með því að fara upp um deild og tókum gott skref með því að stabílisera okkur og nú er það að taka næsta skref og það er að gera meira en að vera miðlungslið í deildinni.”

Viðtalið við Guðna má sjá í heild sinni í spilaranum fyrir ofan.



Athugasemdir
banner