Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
banner
   lau 05. október 2024 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Íþróttavikan 
Jökull: Erfitt að horfa á KR
Bræðurnir Axel Óskar og Jökull.
Bræðurnir Axel Óskar og Jökull.
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Steinke
Axel hefur skorað fjögur mörk á tímablinu en varnarlega hefur hann og KR fengið mikla gagnrýni.
Axel hefur skorað fjögur mörk á tímablinu en varnarlega hefur hann og KR fengið mikla gagnrýni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mosfellingurinn Jökull Andrésson var gestur í Íþróttavikunni á 433.is í gær. Hann er samningsbundinn Reading á Englandi en kom til Afturelding á láni í júlí og hjálpaði liðinu að tryggja sér upp í efstu deild í fyrsta sinn í sögunni.

Hann segist opinn fyrir því að vera áfram í Mosó en Afturelding þarf þá að ná samkomulagi við Reading. Jökull hefur veirð á flakki síðustu ár, verið lánaður frá Reading í neðri deildirnar á Englandi. Hann er nýbakaður faðir og segist núna vilja ná að festa rætur.

Jökull er yngri bróðir Axels Óskars Andréssonar og er Jökull grjótharður KR-ingur á þessu tímabili.

Axel hefur fengið mikla gagnrýni í sumar eftir að miklar væntingar voru gerðar til hans við komuna úr atvinnumennsku. KR hefur átt mikið vonbrigðatímabili. Jökull var spurður hvort hann héldi að það væri hægt að plata Axel í uppeldisfélagið, Aftureldingu, í vetur.

„Ef ég væri á leiðinni (í Aftureldingu) þá myndi ég grátbiðja hann. Ég hef alltaf verið yngri krúttlegi bróðirinn og ég myndi gjörsamlega suða í honum. Auðvitað erum við aðeins búnir að tala um það, ræða hvað við myndum þurfa og hvað myndi þurfa að gerast. Ég ætla ekki að ljúga, það væri ekki leiðinlegt (að spila með honum). Eina sem ég er að pæla er hversu oft við myndum rífast á dag. Það er kannski svona eina brekkan. En djöfull væri það gaman," sagði Jökull.

Hann var svo spurður hvort það hafi verið erfitt að horfa á KR og bróður sinn í sumar.

„Ég ætla reyna tala um þetta án þess að gráta. Áður en Axel fór í KR þá hafði ég aldrei þannig séð fylgst með KR, en ég er í dag grjótharðasti KR-ingur á jörðinni. Þegar bróðir þinn er að spila þá tekur einhver djöfull yfir þig, sérstaklega núna með þeirra tímabil, þetta er svo erfitt. Bróðir minn er búinn til úr steinum, þú 'fokkar' ekki í honum. Hann tekur þetta á bakið, upp með bringuna og ekkert bull."

„Hann er búinn að fá mikinn hita, sem þeir sem eru að koma erlendis frá fá kannski meira af. Ég þekki bróður minn og veit að hann verður svo milljón sinnum betri leikmaður eftir þetta og betri andlega,"
sagði Jökull.
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    KA 24 8 7 9 38 - 42 -4 31
2.    Fram 24 8 6 10 34 - 39 -5 30
3.    KR 24 6 7 11 44 - 49 -5 25
4.    Vestri 24 5 7 12 26 - 46 -20 22
5.    HK 24 6 3 15 30 - 61 -31 21
6.    Fylkir 24 4 5 15 27 - 56 -29 17
Athugasemdir
banner
banner
banner