Man Utd gæti gert tilboð í Hjulmand - Tottenham ætlar að fá Eze - Fulham sýnir Höjlund áhuga
Nik notaði enskt máltæki - „Sagan er bara sagan"
Ætla ekki tómhent heim fjórða árið í röð - „Það er ansi erfitt"
FH aldrei verið í þessum sporum áður - „Vonandi verður Nik í stuði"
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
   lau 05. október 2024 21:45
Sverrir Örn Einarsson
Nik: Ætlum ekki að liggja á liði okkar og halda að einn sé nóg
Kvenaboltinn
Nik Chamberlain fagnar Íslandsmeistaratitlinum
Nik Chamberlain fagnar Íslandsmeistaratitlinum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nik Chamberlain þjálfari Breiðabliks ber nafnbótina Íslandsmeistari eftir markalaust jafntefli Vals og Breiðabliks á N1 Vellinum fyrr í dag. Nik stýrir því liði Breiðabliks til titils á sínu fyrsta ári sem þjálfari þess. En hvernig skyldi hann kunna við nafnbótina?

Lestu um leikinn: Valur 0 -  0 Breiðablik

„Hún er bara frábær. Þetta hefur verið löng vegferð en stelpurnar í dag voru stórkostlegar. Þær lögðu líkama sinn að veði og gæti ég ekki beðið um neitt meira frá þeim. Tvö bestu lið landsins en egar allt kemur til alls þá vorum við besta liðið í gegnum tímabilið í heild.“

Leikurinn í dag verður mögulega seint kallaður áferðarfallegur en þeim mun meira var barist á vellinum. Má í raun með sanni segja að leikmenn hafi skilið allt eftir á vellinum.

„Bæði lið, leikurinn var fullur af atvikum. Frábær dómgæsla en þeir leyfðu leiknum að fljóta og spjöld fóru á loft þegar við átti. Bæði lið fengu sín færi og það eina sem ekki kom voru mörk. Sem betur fer fengum við ekki mark á okkur og gerðum hér fyrsta jafntefli okkar á tímabilinu.“

Aðspurðum um hvort hann gæti bent á eitthvað augnablik á tímabilinu sem vendipunkt hjá liðinu í þessari baráttu við Val sagði Nik.

„Í fyrsta leik eftir bikarúrslit. Eftir leikinn var smá ræða í hringnum á vellinum. Fyrir mig var það þessi leikur gegn Þrótti þar sem liðið var frábært eftir þetta tap í úrslitum. Eftir þann sigur þá var ég viss um að við værum að fara á flug.“

Breiðablik rauf í dag þriggja ára einokun Vals á Íslandsmeistaratitlinum en hvað er næst hjá Nik og félaginu?

„Við förum í okkar frí og komum svo aftur. Ég horfi svo í hungrið. Nú unnum við titilinn og viljum vinna hann aftur á næsta ári. Ég held að ef við vinnum þá séu titlarnir orðnir 20 talsins fyrir Breiðablik og það er eitthvað sem við viljum stefna að. Við ætlum því ekki að liggja á liði okkar og halda að einn titill sé nóg heldur viljum við meira“
Athugasemdir