Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   lau 05. október 2024 21:45
Sverrir Örn Einarsson
Nik: Ætlum ekki að liggja á liði okkar og halda að einn sé nóg
Nik Chamberlain fagnar Íslandsmeistaratitlinum
Nik Chamberlain fagnar Íslandsmeistaratitlinum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nik Chamberlain þjálfari Breiðabliks ber nafnbótina Íslandsmeistari eftir markalaust jafntefli Vals og Breiðabliks á N1 Vellinum fyrr í dag. Nik stýrir því liði Breiðabliks til titils á sínu fyrsta ári sem þjálfari þess. En hvernig skyldi hann kunna við nafnbótina?

Lestu um leikinn: Valur 0 -  0 Breiðablik

„Hún er bara frábær. Þetta hefur verið löng vegferð en stelpurnar í dag voru stórkostlegar. Þær lögðu líkama sinn að veði og gæti ég ekki beðið um neitt meira frá þeim. Tvö bestu lið landsins en egar allt kemur til alls þá vorum við besta liðið í gegnum tímabilið í heild.“

Leikurinn í dag verður mögulega seint kallaður áferðarfallegur en þeim mun meira var barist á vellinum. Má í raun með sanni segja að leikmenn hafi skilið allt eftir á vellinum.

„Bæði lið, leikurinn var fullur af atvikum. Frábær dómgæsla en þeir leyfðu leiknum að fljóta og spjöld fóru á loft þegar við átti. Bæði lið fengu sín færi og það eina sem ekki kom voru mörk. Sem betur fer fengum við ekki mark á okkur og gerðum hér fyrsta jafntefli okkar á tímabilinu.“

Aðspurðum um hvort hann gæti bent á eitthvað augnablik á tímabilinu sem vendipunkt hjá liðinu í þessari baráttu við Val sagði Nik.

„Í fyrsta leik eftir bikarúrslit. Eftir leikinn var smá ræða í hringnum á vellinum. Fyrir mig var það þessi leikur gegn Þrótti þar sem liðið var frábært eftir þetta tap í úrslitum. Eftir þann sigur þá var ég viss um að við værum að fara á flug.“

Breiðablik rauf í dag þriggja ára einokun Vals á Íslandsmeistaratitlinum en hvað er næst hjá Nik og félaginu?

„Við förum í okkar frí og komum svo aftur. Ég horfi svo í hungrið. Nú unnum við titilinn og viljum vinna hann aftur á næsta ári. Ég held að ef við vinnum þá séu titlarnir orðnir 20 talsins fyrir Breiðablik og það er eitthvað sem við viljum stefna að. Við ætlum því ekki að liggja á liði okkar og halda að einn titill sé nóg heldur viljum við meira“
Athugasemdir
banner
banner
banner