Mateta kostar 40 milljónir punda - Liverpool og Man Utd vilaj Robinson - Douglas Luiz aftur í ensku úrvalsdeildina?
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   lau 05. október 2024 21:45
Sverrir Örn Einarsson
Nik: Ætlum ekki að liggja á liði okkar og halda að einn sé nóg
Nik Chamberlain fagnar Íslandsmeistaratitlinum
Nik Chamberlain fagnar Íslandsmeistaratitlinum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nik Chamberlain þjálfari Breiðabliks ber nafnbótina Íslandsmeistari eftir markalaust jafntefli Vals og Breiðabliks á N1 Vellinum fyrr í dag. Nik stýrir því liði Breiðabliks til titils á sínu fyrsta ári sem þjálfari þess. En hvernig skyldi hann kunna við nafnbótina?

Lestu um leikinn: Valur 0 -  0 Breiðablik

„Hún er bara frábær. Þetta hefur verið löng vegferð en stelpurnar í dag voru stórkostlegar. Þær lögðu líkama sinn að veði og gæti ég ekki beðið um neitt meira frá þeim. Tvö bestu lið landsins en egar allt kemur til alls þá vorum við besta liðið í gegnum tímabilið í heild.“

Leikurinn í dag verður mögulega seint kallaður áferðarfallegur en þeim mun meira var barist á vellinum. Má í raun með sanni segja að leikmenn hafi skilið allt eftir á vellinum.

„Bæði lið, leikurinn var fullur af atvikum. Frábær dómgæsla en þeir leyfðu leiknum að fljóta og spjöld fóru á loft þegar við átti. Bæði lið fengu sín færi og það eina sem ekki kom voru mörk. Sem betur fer fengum við ekki mark á okkur og gerðum hér fyrsta jafntefli okkar á tímabilinu.“

Aðspurðum um hvort hann gæti bent á eitthvað augnablik á tímabilinu sem vendipunkt hjá liðinu í þessari baráttu við Val sagði Nik.

„Í fyrsta leik eftir bikarúrslit. Eftir leikinn var smá ræða í hringnum á vellinum. Fyrir mig var það þessi leikur gegn Þrótti þar sem liðið var frábært eftir þetta tap í úrslitum. Eftir þann sigur þá var ég viss um að við værum að fara á flug.“

Breiðablik rauf í dag þriggja ára einokun Vals á Íslandsmeistaratitlinum en hvað er næst hjá Nik og félaginu?

„Við förum í okkar frí og komum svo aftur. Ég horfi svo í hungrið. Nú unnum við titilinn og viljum vinna hann aftur á næsta ári. Ég held að ef við vinnum þá séu titlarnir orðnir 20 talsins fyrir Breiðablik og það er eitthvað sem við viljum stefna að. Við ætlum því ekki að liggja á liði okkar og halda að einn titill sé nóg heldur viljum við meira“
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner