„Mér líður svo vel. Ég er ótrúlega stolt af liðinu, við erum með gott lið ogsýndum það í fyrra og gaman að geta sýnt það núna," sagði Selma Dögg Björgvinsdóttir, fyrirliði Víkings eftir sigur liðsins á Þór/KA í lokaumferðinni í Bestu deild kvenna sem tryggði nýliðunum 3. sætið í deildinni.
Hvað var markmiðið fyrir tímabilið?
„Þriðja til fimmta sæti. Markmiðið var klárlega efri hlutinn en við erum með það gott lið að stefnan var klárlega efstu sætin," sagði Selma.
„Við skoruðum gott mark og vorum heilt yfir betri í leiknum. Margir frábærir spilkaflar þótt við hefðum ekki skorað fleiri mörk þá fannst mér þetta einn af okkar bestu leikjum í sumar."
Selmu líður vel í Víking.
„Víkingur er á uppleið og mér líður ótrúlega vel í Víking. Við erum að stefna mjög hátt og það er geggjað að ná þessum árangri núna og halda áfram að byggja," sagði Selma.