fim 05. nóvember 2020 19:29
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Vísir 
Framtíð Arons óljós - Útilokar ekki að spila meira fyrir Val
Aron lék lykilhlutverk hjá Val í sumar.
Aron lék lykilhlutverk hjá Val í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Bjarnason gerði vel fyrir Íslandsmeistara Vals í sumar og skoraði 7 mörk í 18 leikjum. Hann var á Hlíðarenda að láni frá Ujpest í Ungverjalandi og á að halda aftur út í janúar þegar lánssamningurinn endar.

Aron, sem er fæddur 1995, segir framtíðina þó vera óljósa og útilokar ekki að vera áfram á Hlíðarenda á næstu leiktíð.

„Ég er á samningi hér til áramóta svo ég býst við að fara út í janúar. Ég þarf að heyra í þeim á næstu dögum hvernig staðan er," sagði Aron í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum á Vísi.

„Umhverfið var mjög fínt. Þetta er mjög fín aðstaða og fínustu þjálfarar. Það var ekki yfir neinu að kvarta. Það er mjög fínt að búa þarna úti."

Aron segist njóta sín á Hlíðarenda og er sérstaklega ánægður með æfingarnar undir stjórn Heimis Guðjónssonar.

„Æfingarnar hjá Heimi eru krefjandi og skila sér inn í leikina. Úti er þetta aðeins öðruvísi, það er alltaf æft á morgnanna og umgjörðin meiri. Þú getur fengið meiri aðstoð með endurheimt og svoleiðis en æfingarnar hérna eru alveg tipp topp.

„Mér líður mjög vel hérna. Ég kann vel við þjálfarana og aðstöðuna. Ég mun skoða þetta með umboðsmanninum en skoða fyrst stöðuna hjá Ujpest þar sem ég er samningsbundinn og sjá hvernig staðan mín er þar. Það er búið að skipta um þjálfara og svona."



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner