Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 05. nóvember 2020 11:44
Elvar Geir Magnússon
Orri Hjaltalín orðaður við þjálfarastöðuna hjá Þór
Orri Freyr Hjaltalín.
Orri Freyr Hjaltalín.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri Freyr Hjaltalín er sterklega orðaður við þjálfarastöðuna hjá Þór á Akureyri.

Orri sem er 40 ára gamall er uppalinn hjá félaginu og á að baki hátt í 200 leiki með meistaraflokki Þórs. Hann lék sinn fyrsta meistaraflokk með Þór á Íslandsmóti 1996 en þann síðasta í Inkasso-deildinni 2017.

Auk þess lék hann lengi með Grindavík á ferli sínum og einnig með Magna.

Páll Viðar Gíslason hefur látið af störfum en Þór endaði í 5. sæti Lengjudeildarinnar í sumar. Markmið liðsins var að komast upp í efstu deild.

Þór tilkynnti í gær að Páll hefði látið af störfum en á heimasíðu Þórs kom fram að ástæða breytingarinnar sé sú að félagið vill ráða þjálfara í fullt starf til að efla starfið í kringum meistaraflokkinn.
Athugasemdir
banner