Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   þri 05. nóvember 2024 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Neymar: Læknarnir vöruðu mig við þessu
Neymar skoraði eitt mark og gaf þrjár stoðsendingar í fimm leikjum áður en hann sleit krossband síðasta haust.
Neymar skoraði eitt mark og gaf þrjár stoðsendingar í fimm leikjum áður en hann sleit krossband síðasta haust.
Mynd: Getty Images
Mynd: Al-Hilal
Brasilíski kantmaðurinn Neymar er aftur kominn á meiðslalistann á Al-Hilal eftir afar óheppilega byrjun í sádi-arabíska boltanum.

   04.11.2024 20:52
Martröð Neymar heldur áfram - Mitrovic með þrennu


Neymar hefur ekki tekist að spila mikið fyrir sitt nýja félag vegna slæmra meiðsla en hann jafnaði sig eftir krossbandsslit fyrir tveimur vikum síðan.

Hann getur þó ekki spilað í sádi-arabísku deildinni þar sem Al-Hilal ákvað að skrá hann ekki í leikmannahópinn sinn vegna krossbandsslitanna. Neymar fær því ekki keppnisrétt í Sádi-Arabíu fyrr en eftir áramót, þegar félagaskiptaglugginn opnar.

„Þetta var eins og mjög slæmur vöðvakrampi. Ég fer í læknisskoðun á morgun og vona að þetta sé ekkert alvarlegt," skrifaði Neymar í Instagram Story eftir að hafa farið meiddur af velli hálftíma eftir innkomu sína af bekknum í 3-0 sigri í Meistaradeild Asíu.

„Það er eðlilegt að svona gerist eftir eitt ár án þess að spila keppnisfótbolta, læknarnir voru búnir að vara mig við þessu. Þess vegna er mikilvægt að ég fái fleiri mínútur til að spila og passi mig að fara varlega."

Neymar fer núna í 20 daga frí þar til Al-Hilal spilar næst í Meistaradeildinni og vonast til að vera klár í slaginn. Al-Hilal spilar við katarska stórveldið Al-Sadd 26. nóvember og tekur svo á móti Aroni Einari Gunnarssyni og félögum í Al-Gharafa viku síðar.
Athugasemdir
banner
banner
banner