Neymar hefur verið í tómu brasi með líkamann sinn síðan hann gekk til liðs við sádí arabíska liðið Al-Hilal í fyrra.
Hann sleit krossband í verkefni með brasilíska landsliðinu fyrir rúmu ári síðan og snéri aftur á völlinn fyrir tveimur vikum og spilaði sinn annan leik í kvöld.
Hann kom inn á sem varamaður þegar Al-Hilal vann Esteghlal frá Íran í Meistaradeild Asíu en þurfti að fara af velli hálftíma síðar vegna meiðsla aftan í læri.
Læknateymi liðsins mun skoða Brasilíumanninn og þá kemur betur í ljós hversu alvarleg meiðslin eru. Alexandar Mitrovic sá um íranska liðið en hann skoraði öll mörkin í 3-0 sigri.
Roberto Firmino og Riyad Mahrez skorðu sitthvora tvennuna í 5-1 sigri Al-Ahli gegn Al Shorta frá Írak í Meistaradeildinni. Firmino lagði þa upp mark Feras Al Brikan.