Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 05. desember 2021 11:20
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rangnick hlakkar til að hitta Sir Alex
Mynd: Getty Images
Ralf Rangnick bráðabirgðastjóri Manchester United stýrir sínum fyrsta leik í dag er liðið mætir Crystal Palace.

Liðið sigraði Arsenal 3-2 á fimmtudaginn en það var síðasti leikur Michael Carrick hjá félaginu en hann stýrði liðinu í þremur leikjum eftir að Ole Gunnar Solskjær var látinn taka pokann sinn.

Hann vann tvo og gerði jafntefli gegn Chelsea.

Rangnick var í stúkunni á leiknum gegn Arsenal en hann stýrði sinni fyrstu æfingu á föstudaginn. Þeir leikmenn sem tóku þátt í leiknum gegn Arsenal voru hinsvegar í fríi.

Rangnick segist spenntur að fá að hitta Sir Alex Ferguson en hann stefnir á að borða með honum og spurja hann spjörunum úr.

„Ég hef ekki talað við Sir Alex af því að hann er nýkominn frá New York og hefur þurft að vera í sóttkví. Ég hlakka mikið til að hitta hann á næstu vikum en Darren Fletcher sagði mér að hann vilji fara í hádegis eða kvöldmat með okkur," sagði Rangnick.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner