Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 05. desember 2021 18:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Ótrúlegar tölur hjá Freiburg og Gladbach
Freiburg hefur komið skemmtilega á óvart á tímabilinu.
Freiburg hefur komið skemmtilega á óvart á tímabilinu.
Mynd: EPA
Freiburg lék á als oddi í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Þeir léku sér að Borussia Mönchengladbach á útivelli.

Maximilian Eggestein skoraði á annarri mínútu og var staðan orðin 0-2 þremur mínútum síðar þegar Kevin Schade var á skotskónum.

Gladbach mætti einfaldlega ekki til leiks. Staðan var 0-4 eftir tæpar 20 mínútur og var hún orðin 0-6 þegar flautað var til hálfleiks. Magnaðar tölur, en seinni hálfleikurinn var aðeins rólegri og ekki voru fleiri mörk skoruð.

Fyrir þetta tímabil var Gladbach líklega talið vera sterkara lið, en í dag var þetta eins og menn gegn drengjum. Freiburg hefur komið skemmtilega á óvart á tímabilinu til þessa og er liðið í fjórða sæti með 25 stig. Gladbach er í 13. sæti með 18 stig.

Í hinum leik dagsins í þýsku úrvalsdeildinni gerðu Stuttgart og Hertha Berlín 2-2 jafntefli. Stevan Jovetic skoraði bæði mörk Herthu sem lenti 2-0 undir. Þessi lið eru í 14. og 15. sæti deildarinnar.

Borussia M. 0 - 6 Freiburg
0-1 Maximilian Eggestein ('2 )
0-2 Kevin Schade ('5 )
0-3 Philipp Lienhart ('12 )
0-4 Nicolas Hofler ('19 )
0-5 Lucas Holer ('25 )
0-6 Nico Schlotterbeck ('37 )

Stuttgart 2 - 2 Hertha
1-0 Omar Marmoush ('15 )
2-0 Philipp Forster ('19 )
2-1 Stevan Jovetic ('40 )
2-2 Stevan Jovetic ('76 )
Athugasemdir
banner
banner
banner