
Gakpo, Leao, Haaland, Kudus, Cunha, Felipe, Jesus og fleiri í slúðurpakkanum þennan mánudaginn.
Manchester United er tilbúið að gera tilboð í Cody Gakpo (23) í janúar. PSV Eindhoven er tilbúið að selja sóknarmanninn sem hefur verið funheitur með hollenska landsliðinu á HM. (Sun)
United þarf að borga 50 milljónir punda fyrir Gakpo, helming hærra en hann kostaði síðasta sumar. United gæti beint athygli sinni að portúgalska framherjanum Rafael Leao (23) hjá AC Milan. (Mirror)
Búist var við því að Leao færi til Real Madrid í sumar en spænsku risarnir stefna nú að því að fá hann 2024, ásamt Erling Haaland (22) frá Manchester City og Endrick (16) frá Palmeiras í Brasilíu. (Sport)
Barcelona vill fá Mohammed Kudus (22) en ganverski miðjumaðurinn hefur áhuga á því að fara í ensku úrvalsdeildina. Ajax vill líklega fá um 40 milljónir punda fyrir Kudus. (Sun)
Everton og Leeds hafa blandað sér í baráttu við Aston Villa og Wolves um brasilíska sóknarmanninn Matheus Cunha (23) hjá Atletico Madrid. (Relevo)
Úlfarnir eru einnig að ræða við Atletico um brasilíska miðvörðinn Felipe (33) sem gæti mögulega komið í 'pakkadíl' með Cunha í janúar. (Fabrizio Romano)
Manchester United mistókst að kaupa ekvadorska miðjumanninn Moises Caicedo (21) fyrir 3,6 milljónir punda fyrir tveimur árum og þyrfti í dag að borga allt að 70 milljónir punda fyrir þennan leikmann Brighton. (Sun)
Antonio Conte, stjóri Tottenham, vonast til þess að geta keypt miðvörðinn Josko Gvardiol (20) frá RB Leipzig. Chelsea hefur einnig áhuga á honum. (Corriere dello Sport)
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, fær 50 milljónir punda til að eyða í janúar en áætlar ekki að kaupa sóknarmann til að fylla skarð Gabriel Jesus (25) sem spilar ekki á næstunni vegna hnémeiðsla. (Football Insider)
Jesus er kominn aftur til London í skoðun en óttast er að hann verði frá í þrjá mánuði. (Sun)
Tottenham hefur slegist í hóp með Aston Villa, Fulham og Inter sem eru að fylgjast með stöðu mála hjá miðjumanninum Franck Kessie (25) hjá Barcelona. (Mundo Deportivo)
Atletico Madrid vonast til að verðmæti Joao Felix (23) aukist á HM en félagið hyggst selja hann í janúarglugganum. (Marca)
Watford er á barmi þess að ganga frá kaupum á kanadíska miðjumanninum Ismael Kone (20) frá CF Montreal. (Watford Observer)
Spænski hægri bakvörðurinn Hector Bellerín (27) er nálægt því að ganga í raðir Roma á láni frá Barcelona. (Calciomercato)
Barcelona vill fá inn miðjumann til að fylla skarð Sergio Busquets (34) og hefur áhuga á Youri Tielemans (25) miðjumanni Leicester. Tielemans verður samningslaus eftir tímabilið. (Marca)
Fjárfestahópur frá Sádi-Arabíu og Katar er að búa sig undir 3,2 milljarða punda yfirtökutilboð á Liverpool. (Sporting News)
Athugasemdir