Chelsea gæti gert tilboð í Garnacho - Man City vill Cambiaso - Dortmund dregur sig úr baráttunni um Rashford
   fim 05. desember 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Daníel Ingvar framlengdi við Fjölni
Daníel Ingvar Ingvarsson.
Daníel Ingvar Ingvarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Daníel Ingvar Ingvarsson hefur framlengt samning sinn við Fjölni til ársins 2027.

Daníel, sem er uppalinn hjá Haukum, hefur verið hjá Fjölni frá árinu 2021 og lék stórt hlutverk í liðinu í Lengjudeildinni á liðnu tímabili þar sem hann lék 22 leiki og skoraði eitt mark.

„Eru þetta því mikil gleðitíðindi fyrir félagið að Daníel hafi framlengt samning sinn því hér er á ferðinni afar öflugur leikmaður og mikil fyrirmynd bæði innan sem utan vallar," segir í tilkynningu Fjölnis.

Fjölnir hafnaði í þriðja sæti Lengjudeildarinnar á síðustu leiktíð eftir að hafa verið á toppnum lengi vel. Liðið tapaði svo gegn Aftureldingu í umspilinu um sæti í Bestu deildinni.
Athugasemdir
banner
banner