Hinar reynslumiklu Fanndís Friðriksdóttir og Elísa Viðarsdóttir hafa framlengt samninga sína við bikarmeistara Vals út næsta tímabil.
Fanndís er 34 ára framherji og Elísa 33 ára varnarmaður.
Fanndís er 34 ára framherji og Elísa 33 ára varnarmaður.
Fanndís hefur spilað 109 landsleiki og skorað 17 mörk en hún lék síðast fyrir Ísland 2020. Á liðnu tímabili skoraði hún 7 mörk fyrir Val í 27 leikjum í deild og bikar.
Elísa á 54 landsleiki fyrir Ísland og lék síðast fyrir landsliðið í júlí í fyrra. Elísa kom til baka fyrr í sumar eftir að hafa eignast sitt annað barn og lék hún tíu leiki fyrir félagið í deild og bikar.
Það urðu þjálfaraskipti hjá Val í haust en Matthías Guðmundsson og Kristján Guðmundsson stýra liðinu í sameiningu eftir að Pétur Pétursson lét af störfum.
Athugasemdir