Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 06. janúar 2020 22:40
Ívan Guðjón Baldursson
Zaha búinn að skipta um umboðsmann
Mynd: Getty Images
Allt útlit er fyrir að Wilfried Zaha sé loks á leið frá Crystal Palace en félagið hefur haldið honum þar nauðugum í einhvern tíma.

Arsenal og Everton sýndu Zaha mikinn áhuga síðasta sumar en voru ekki reiðubúin að borga þær 80 milljónir punda sem Palace vildi fá fyrir kantmanninn flinka.

Hinn 27 ára gamli Zaha er búinn að skipta um umboðsmann til að reyna að koma félagaskiptum í gegn. Honum líður eins og hann verði að losna frá Palace á þessu ári en hann hefur verið algjör lykilmaður þar undanfarin fimm ár.

Nýr umboðsmaður Zaha er enginn annar en hinn goðsagnakenndi Pini Zahavi, sem hefur starfað með mönnum á borð við Rio Ferdiand, John Terry, Neymar og Robert Lewandowski til að nefna nokkra.

Palace hafnaði 63 milljón punda tilboði frá Everton í fyrra en ólíklegt er að þeir bláklæddu reyni að krækja í hann aftur. Arsenal keypti Nicolas Pepe í stað Zaha í fyrra og er líklegasti áfangastaðurinn því orðinn Chelsea.

Chelsea vantar kantmann og hefur lengi verið að fylgjast með Zaha. Þá er samband Roman Abramovich við Zahavi mjög gott eftir að þeir störfuðu saman í áraraðir hjá Chelsea.

Zaha er ekki fyrsti atvinnumaðurinn í úrvalsdeildinni til að skipta um umboðsmann í janúarglugganum því Jesse Lingard er nýlega búinn að ráða Mino Raiola.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner