Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 06. janúar 2021 23:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stóri Sam að ganga frá fyrstu kaupum sínum
Robert Snodgrass.
Robert Snodgrass.
Mynd: Getty Images
Sam Allardyce, stjóri West Brom, er að ganga frá sínum fyrstu kaupum í þessum mánuði.

Samkvæmt breskum fjölmiðlum er West Brom komið langt í viðræðum við West Ham um Robert Snodgrass.

Snodgrass er 33 ára gamall skoskur kantmaður sem hefur verið á mála hjá West Ham frá 2017. Hann hefur komið við sögu í þremur leikjum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Samkvæmt Sky Sports hafa önnur félög í úrvalsdeildinni áhuga á honum en West Brom leiðir kapphlaupið.

West Brom er í fallsæti með aðeins átta stig eftir 17 leiki. Allardyce hefur talað um að Brexit sé að gera sér lífið leitt á leikmannamarkaðnum. Það þarf ekki að fá atvinnuleyfi fyrir Snodgrass þar sem hann er breskur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner