Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   fim 06. janúar 2022 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Araujo og De Jong fóru meiddir af velli - Langur meiðslalisti
Frenkie De Jong
Frenkie De Jong
Mynd: EPA
Barcelona rétt marði þriðjudeildar liðið Linares 2-1 í spænska konungsbikarnum í gærkvöldi.

Miðvörðurinn Ronald Araujo fór af velli í hálfleik fyrir reynsluboltann Gerard Pique en hann meiddist á hendi.

Frenkie De Jong kom inná í hálfleik ásamt Ousmane Dembele sem missti af síðasta leik vegna meiðsla.

De Jong þurfti hinsvegar að fara af velli aftur eftir rúmlega 70 mínútna leik með einhverskonar vöðvameiðsli. Xavi stjóri Barcelona hefur ekki staðfest hversu alvarleg meiðslin eru.

Það eru sextán leikmenn annað hvort meiddir eða með Covid í herbúðum Barcelona.
Athugasemdir