Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 06. janúar 2022 14:01
Elvar Geir Magnússon
„Þeir sem geta spilað munu spila" - Byrjunarlið Man City velur sig sjálft
Rodolfo Borrell og Pep Guardiola.
Rodolfo Borrell og Pep Guardiola.
Mynd: EPA
Það hefur aldrei verið auðveldara að velja byrjunarlið Manchester City. Þetta segir Rodolfo Borrell, aðstoðarstjóri City, sem mun stýra liðinu í bikarleik gegn Swindon annað kvöld.

Pep Guardiola og sjö leikmenn City hafa greinst með Covid og verða ekki með í leiknum. Alls greindust 21 hjá félaginu með veiruna en fjórtán af þeim eru starfsmenn.

„Það hefur sennilega aldrei verið auðveldara að stilla upp liðinu. Þeir leikmenn sem geta spilað þeir munu spila. Við höfum ekki mikið fleiri, en við viljum spila og getum fyllt upp í lið," segir Borrell.

„Við verðum líklega með fimm til sex varamenn. Til að fylla upp í hópinn þurftum við að leita í varaliðið. En við munum gera okkar besta og stefnum á sigur."

„Það er stórt hópsmit í gangi núna og staðan breytist dag frá degi. Við vitum ekki hvenær þetta tekur enda. Við stefnum á að spila á morgun. Ef staðan versnar enn frekar á morgun og við getum ekki spilað þá er ekkert við því að gera."

Hvernig er heilsan hjá Guardiola?

„Hún er fín. Hann er með veiruna en er ekki með nein einkenni. Við erum stöðugt í sambandi í gegnum tæknina, í gegnum Zoom eða með símtölum," segir Borrell.
Athugasemdir
banner
banner