Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   fim 06. janúar 2022 12:29
Elvar Geir Magnússon
Guardiola og aðstoðarmaður hans með Covid
Pep Guardiola, stjóri Englandsmeistara Manchester City, hefur greinst með Covid. Þá er aðstoðarmaður hans, Juanma Lillo, einnig með veiruna.

Annar aðstoðarmaður Guardiola, Rodolfo Borrell, mun stýra City annað kvöld þegar liðið leikur gegn Swindon Town í FA-bikarnum.

Alls er 21 einstaklingur hjá City í einangrun eða sóttkví vegna Covid í aðdraganda leiksins; sjö leikmenn og fjórtán starfsmenn.

Í morgun var tilkynnt að Sean Dyche, stjóri Burnley, hafði greinst með veiruna.

Sjö stjórar í ensku úrvalsdeildinni hafa smitast á undanförnum vikum. Áður hafa Steven Gerrard (Aston Villa), Eddie Howe (Newcastle), Patrick Vieira (Crystal Palace), Mikel Arteta (Arsenal) og Jurgen Klopp (Liverpool) misst af leikjum.
Athugasemdir
banner