Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 06. janúar 2022 09:58
Elvar Geir Magnússon
Dyche með Covid
Mynd: Getty Images
Sean Dyche, stjóri Burnley, verður ekki á hliðarlínunni í bikarleik gegn Huddersfield á laugardaginn en hann hefur greinst með Covid.

Dyche er kominn í einangrun en hann er sjötti stjórinn í ensku úrvalsdeildinni til að smitast á undanförnum vikum.

Áður hafa Steven Gerrard (Aston Villa), Eddie Howe (Newcastle), Patrick Vieira (Crystal Palace), Mikel Arteta (Arsenal) og Jurgen Klopp (Liverpool) misst af leikjum.

Covid hefur haft mikil áhrif á enska boltann. Liverpool átti að spila gegn Arsenal í undanúrslitum deildabikarsins en vegna hópsmits í herbúðum liðsins var sá leikur færður.
Athugasemdir
banner
banner