Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 06. janúar 2022 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Hélt að landsliðin ættu rétt á að kalla í menn"
Ismaila Sarr
Ismaila Sarr
Mynd: Getty Images
Það voru tveir leikmenn Watford valdir í landslið sín fyrir Afríkumótið, þeir Emmanuel Dennis frá Nígeríu og Ismaila Sarr frá Senegal.

Watford tókst að koma í veg fyrir að Dennis færi á mótið og reyndi hið sama með Sarr sem er að jafna sig af meiðslum en hann fór með senegalska landsliðinu til Kamerún þar sem mótið fer fram dagana 9. janúar til 6. febrúar.

Knattspyrnusambönd þjóðanna vildu meina að Watford hafi verið að ljúga til um meiðsli leikmannana.

Egill Sigfússon og Kristján Gylfi Guðmundsson þjálfarar hjá Fylki voru gestir hjá Sæbirni Steinke í hlaðvarpsþættinum Enski Boltinn og ræddu þetta mál.

„Þeir mega alls ekki missa þá, Dennis er ekkert búinn að vera meiddur," sagði Egill.

„Hann fór útaf í hálfleik núna," sagði Sæbjörn.

„Ég held að það hafi verið einhver leikþáttur," sagði Egill.

„Ég hélt að landsliðin hefðu rétt á því að kalla í menn og svo meta þeir bara líkamsástandið. Landsliðin eru klárlega í rétti, ég hélt að þú mættir velja hvern sem þú vilt nema þeir séu með Covid eða eitthvað slíkt," sagði Kristján.

Sarr og Dennis eru algjörir lykilmenn í Watford sem berst fyrir sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni en liðið er tveimur stigum frá fallsæti þegar deildin er tæplega hálfnuð.

Sjá einnig:
Nígería gerði mistök og Watford hleypir ekki Dennis í Afríkukeppnina
Saka Watford um lygar: Fordæmum þessa hegðun
Covid hópsmit hjá Senegal nokkrum dögum fyrir Afríkukeppnina
Sarr fer til Kamerún eftir allt saman
Enski boltinn - 'Clear and obvious' Arsenal á uppleið
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner