Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 06. janúar 2022 10:04
Elvar Geir Magnússon
Locadia til Bochum eftir misheppnuð ár hjá Brighton (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Hollenski framherjinn Jurgen Locadia hefur yfirgefið Brighton og gengið í raðir Bochum í þýsku Bundesligunni.

Locadia lék 34 úrvalsdeildarleiki á fjórum árum hjá Brighton og skoraði þrjú mörk eftir að hafa verið keyptur á 14 milljónir punda frá PSV Eindhoven.

Óhætt er að segja að dvöl hans hjá Brighton hafi verið misheppnuð.

Locadia er 28 ára og þekkir þýska boltann en hann skoraði fjögur mörk í ellefu leikjum fyrir Hoffenheim þegar hann var lánaður til félagsins 2019-20 tímabilið.

Bochum er í tólfta sæti þýsku deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner