Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 06. janúar 2022 18:20
Brynjar Ingi Erluson
Þrjú ítölsk félög vilja fá Origi - Vill vera áfram í úrvalsdeildinni
Divock Origi verður samningslaus í sumar
Divock Origi verður samningslaus í sumar
Mynd: Getty Images
Belgíski sóknarmaðurinn Divock Origi mun að öllum líkindum fara frá Liverpool í sumar en þrjú ítölsk félög eru þegar í sambandi við umboðsmann hans. Það er Sky Sports sem greinir frá.

Þessi 26 ára gamli leikmaður er einhverskonar költ-hetja í augum stuðningsmanna Liverpool.

Hann steig upp tímabilið er Liverpool vann Meistaradeildina árið 2019. Origi skoraði tvö mikilvæg mörk gegn Barcelona í undanúrslitunum sem tryggði liðið í úrslitin og þá skoraði hann einnig annað mark liðsins í úrslitunum gegn Tottenham.

Origi átti nokkur mikilvæg mörg undir lok leikja sama tímabil en hefur þó aldrei náð að festa sig í byrjunarliði Liverpool. Félagið greindi frá því að hann hefði skrifað undir langtímasamning árið 2019.

Staðan er þó þannig að sá samningur gildir út þetta tímabil og á Liverpool möguleika á að framlengja hann um eitt ár ef hann byrjar ákveðið marga leiki í deildinni.

Hann hefur ekki enn byrjað deildarleik á þessari leiktíð og er útlit fyrir að hann sé á förum. Þrjú ítölsk félög eru í sambandi við umboðsmann hans en Origi mun taka sér tíma í að ákveða næsta skref ferilsins. Leikmaðurinn vill sjálfur vera áfram í ensku úrvalsdeildinni.

Origi hefur spilað 167 leiki fyrir Liverpool, skorað 40 mörk og lagt upp 16.
Athugasemdir
banner
banner