Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 06. febrúar 2013 22:39
Magnús Már Einarsson
Lars Lagerback: Ágætis líkur á að Kolbeinn verði varafyrirliði
Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lars Lagerback, landsliðsþjálfari Íslands, var ánægður með að fá Kolbein Sigþórsson aftur í liðið gegn Rússum í vináttuleik í kvöld. Kolbeinn hefur ekkert leikið í undankeppni HM vegna meiðsla en leikurinn í kvöld var fyrsti landsleikur hans síðan í ágúst.

,,Það var gott að sjá Kolbein koma til baka. Hann er ekki 100% og við ákváðum að láta hann spila bara 60 mínútur," sagði Lars við Fótbolta.net eftir leik.

,,Hann fékk ekki almennileg færi en hann er stór og sterkur og stendur sig vel. Ef hann getur byrjað að spila núna munum við bæta okkur um einhver prósent með því að fá hann í liðið."

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, var ekki með í kvöld sem og Grétar Rafn Steinsson sem var fyrirliði í leiknum gegn Sviss í október þegar Aron var í leikbanni. Kolbeinn var með fyrirliðabandið í kvöld og Lars segir ekki ólíklegt að hann verði varafyrirliði landsliðsins í framtíðinni.

,,Við höfum ekki ákveðið það. Það vantaði fleiri leikmenn en Aron núna og ég sagði þeim að þetta væri einungis fyrir þennan leik en það eru ágætis líkur á að Kolbeinn verði varafyrirliði í framtíðinni," sagði Lars.
Athugasemdir
banner
banner