Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 06. febrúar 2021 22:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Öruggur sigur Sevilla - Klúður hjá Villarreal
Sevilla vann öruggan sigur.
Sevilla vann öruggan sigur.
Mynd: Getty Images
Sevilla styrkti stöðu sína í fjórða sæti spænsku úrvalsdeildarinnar með öruggum sigri á Getafe í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Getafe missti Djene, varnarmann sinn, af velli með rautt spjald á 54. mínútu í stöðunni 0-0. Það breytti leiknum og skoraði Sevilla þrjú mörk. Á meðal markaskorara var Papu Gomez, sem kom frá Atalanta á dögunum.

Sevilla er í fjórða sæti með 39 stig, einu stigi á eftir Barcelona sem er í þriðja sæti. Sevilla er þá með þremur stigum meira en Villarreal sem er í fimmta sæti og á Sevilla tvo leiki til góða á Villarreal. Getafe er í 12. sæti.

Villarreal kastaði frá sér tveggja marka forystu gegn Elche. Gerard Moreno skoraði tvennu fyrir Villarreal og í hálfleik var staðan 2-0. Leikar enduðu 2-2. Villarreal er eins og áður kemur fram í fimmta sæti með 36 stig. Elche er í fallsæti, 19. sæti.

Sevilla 3 - 0 Getafe
1-0 Munir El Haddadi ('67 )
2-0 Papu Gomez ('87 )
3-0 Youssef En-Nesyri ('89 )
Rautt spjald: Djene, Getafe ('54)

Elche 2 - 2 Villarreal
0-1 Gerard Moreno ('16 )
0-2 Gerard Moreno ('35 )
1-2 Guido Carrillo ('49 )
2-2 Lucas Boye ('64 )

Önnur úrslit í dag:
Spánn: Real Madrid lenti í kröppum dansi - Varane með tvö
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner