Manchester United keypti vinstri bakvörðinn Patrick Dorgu frá Lecce í glugganum og varnarmaðurinn efnilegi Ayden Heaven var keyptur frá Arsenal. Ruben Amorim, stjóri United, sagði á fréttamannafundi í dag að þeir væru klárir í að spila.
Framundan er leikur gegn Leicester á Old Trafford annað kvöld. Sá leikur er í 4. umferð enska bikarsins.
„Við sjáum til, þið þurfið að bíða þangað til á morgun en þeir eru klárir í að spila og eru tvær lausnir í viðbót fyrir okkur á þessum tímapunkti."
Framundan er leikur gegn Leicester á Old Trafford annað kvöld. Sá leikur er í 4. umferð enska bikarsins.
„Við sjáum til, þið þurfið að bíða þangað til á morgun en þeir eru klárir í að spila og eru tvær lausnir í viðbót fyrir okkur á þessum tímapunkti."
Stjórinn var svo spurður almennt út í félagaskiptagluggann en margir stuðningsmenn kölluðu eftir því að United myndi fá inn styrkingu í sóknarlínuna.
„Mín tilfinning er að félagið er að taka sér góðan tíma, sé að vanda sig."
„Við vitum að þetta er mikilvægur tímapunktur fyrir liðið, enginn hér vill gera sömu mistök og voru gerð í fortíðinni, við sjáum til hvað gerist í sumar en eins og ég segi þá erum við að vanda okkur vel við félagaskipti því við gerðum mistök í fortíðinni," sagði Amorim.
United getur takmarkað eytt í leikmenn án þess að losa frá sér leikmenn á móti. Það er vegna PSR fjármálareglna í úrvalsdeildinni sem koma í veg fyrir endalausa eyðslu félaganna. United hefur síðustu ár eytt háum fjárhæðum í leikmenn sem hafa ekki sýnt mikið fyrir félagið. Þar á meðal eru leikmenn eins og Jadon Sancho, Mason Mount, Rasmus Höjlund, Antony og Joshua Zirkzee.
Athugasemdir