Katherine Amanda Cousins, eða Katie Cousins eins og hún er langoftast kölluð, hefur skrifað undir tveggja ára samning við Þrótt.
Hún er að snúa aftur eftir eins árs veru hjá Val en þetta er í þriðja sinn sem Katie spilar með Þrótti. Hún kom fyrst fyrir tímabilið 2021 og var í eitt tímabil. Hún mætti svo aftur fyrir tímabilið 2023 og var aftur í eitt tímabil.
Öll þrjú tímabilin á Íslandi hefur Katie verið einn allra besti leikmaður Bestu deildarinnar. Í öll þrjú skiptin var Katie valin í lið ársins hér á Fótbolti.net.
Hún er að snúa aftur eftir eins árs veru hjá Val en þetta er í þriðja sinn sem Katie spilar með Þrótti. Hún kom fyrst fyrir tímabilið 2021 og var í eitt tímabil. Hún mætti svo aftur fyrir tímabilið 2023 og var aftur í eitt tímabil.
Öll þrjú tímabilin á Íslandi hefur Katie verið einn allra besti leikmaður Bestu deildarinnar. Í öll þrjú skiptin var Katie valin í lið ársins hér á Fótbolti.net.
Katie á að baki 58 leiki í Bestu deildinni með Þrótti og Val. Í þeim hefur hún skorað 13 mörk. Hún hefur einnig verið dugleg við að leggja upp mörk.
Katie er sjötti leikmaður sem Þróttur fær frá því að síðasta tímabili lauk. Liðið endaði í 5. sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili sem var fyrsta tímabil Ólafs Kristjánssonar sem þjálfari liðsins.
Úr tilkynningu Þróttar:
Katie á að baki frábæran feril, lék m.a. með unglingalandsliðum í Bandaríkjunum, hún var lykilmaður í sterku liði Tennessee háskólans áður en hún kom til Íslands og lék með Angel City í NWS deildinni í Bandaríkjunum 2022.
Kristján Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar Þróttar segir: „Katie Cousins er án nokkurs vafa einn besti erlendi leikmaðurinn sem leikið hefur á Íslandi frá upphafi og sérstök ánægja að bjóða hana velkomna í Þrótt í þriðja sinn. Hún hefur jafnan sýnt sínar bestu hliðar í Laugardalnum og við hlökkum til að sjá hana í Þróttarbúningnum í sumar. Hún er griðarlega mikilvæg viðbót við Þróttarliðið og bætist við sterkan hóp sem ætlar sér stóra hluti á komandi tímabili.”
Komnar
Katie Cousins frá Val
Þórdís Elva Ágústsdóttir frá Växjö
Mist Funadóttir frá Fylki
Unnur Dóra Bergsdóttir frá Selfossi
Klara Mist Karlsdóttir frá Fylki
Birna Karen Kjartansdóttir frá Breiðabliki
Hildur Laila Hákonardóttir frá KR (var á láni)
Íris Una Þórðardóttir frá Fylki (var á láni)
Farnar
Leah Pais til Kanada
Samningslausar
Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir (2001)
Þórey Hanna Sigurðardóttir (2008)
Elín Metta Jensen (1995)
Athugasemdir