Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 06. mars 2023 22:54
Brynjar Ingi Erluson
Brentford mun sakna Toney - Besti maður vallarins í kvöld
Mynd: EPA
Enski framherjinn Ivan Toney var besti maður vallarins er Brentford vann Fulham, 3-2, í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Toney skoraði úr vítaspyrnu snemma í síðari hálfleiks og var stöðug ógn fram á við.

Hann hefur skorað úr öllum tíu vítaspyrnum sínum í úrvalsdeildinni og er með fimmtán mörk á tímabilinu, en það er útlit fyrir að hann sé á leið í sex mánaða bann vegna alvarlegra brota á veðmálareglum deildarinnar.

Brentford mun klárlega sakna Toney þegar enska sambandið hefur ákveðið refsingu sína. Liðið nýtir krafta hans á meðan og heldur hann áfram að skila sínu en hann fær 8 frá Sky í kvöld.

Rico Henry, Mathias Jensen, Ethan Pinnock og Christian Norgaard fá einnig 8. Andreas Pereira var eini leikmaðurinn úr Fulham sem fær 8.

Brentford: Raya (6); Hickey (7), Pinnock (8), Mee (8), Henry (8); Norgaard (8), Jensen (8), Damsgaard (6); Mbeumo (7), Wissa (6), Toney (8).
Varamenn: Janelt (6), Schade (7), Dasilva (N/A), Rasmussen (N/A)

Fulham: Leno (5), Tete (6), Diop (5), Ream (5), Robinson (5), Lukic (6), Reed (6), Willian (5), Pereira (8), Solomon (7), Mitrovic (6).
Varamenn: Wilson (6), Decordova-Reid (6), Soares (6), Vinicius (7)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner