Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mán 06. mars 2023 20:46
Brynjar Ingi Erluson
Casemiro tæpur fyrir leikinn gegn Betis
Brasilíski miðjumaðurinn Casemiro gæti misst af fyrri leik Manchester United gegn Real Betis í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar á fimmtudag vegna meiðsla en þetta segir Rob Dawson hjá ESPN.

Casemiro var ólíkur sjálfum sér í 7-0 tapinu gegn Liverpool í gær en margir tóku eftir að það var eitthvað ekki í lagi.

Það var raunin. Brasilíumaðurinn er að glíma við smávægileg meiðsli og er alveg óvíst hvort hann verði með United í Evrópudeildinni á fimmtudag.

Læknateymi United mun nú skoða alvarleika meiðslana áður en tekin verður ákvörðun um framhaldið.

Casemiro hefur verið einn af bestu leikmönnum liðsins undir stjórn Erik ten Hag á þessu tímabili og náð góðu jafnvægi á miðjuna en fjarvera hans gæti reynst dýrkeypt fyrir liðið ef það ætlar sér stóra hluti í Evrópudeildinni.
Enski boltinn - Vandræðaleg uppgjöf
Athugasemdir
banner