Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 06. maí 2022 18:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rice gekk svo langt að saka dómarann um spillingu
Rice var ekki sáttur í gærkvöld.
Rice var ekki sáttur í gærkvöld.
Mynd: EPA
Declan Rice, miðjumaður West Ham, var vægast sagt ósáttur eftir tap liðsins gegn Eintracht Frankfurt í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í gærkvöld.

Rice gagnrýndi dómara leiksins harðlega í viðtali eftir leik. „Þegar þú ert með dómarann á móti þér er lítið hægt að gera," sagði Rice ósáttur.

Rice lét ekki bara Jesus Gil Manzano, dómara leiksins, heyra það í viðtölum. Hann gerði það einnig í persónu eins og sést á myndbandi sem er núna í dreifingu.

Þar gengur Rice svo langt að saka dómarann um spillingu.

„Hvernig geturðu verið svona lélegur? Í alvöru? Þú fékkst örugglega einhverja greiðslu," sagði Rice í myndbandinu sem má sjá hér fyrir neðan.

UEFA mun eflaust ekki taka vel í þetta og á miðjumaðurinn von á refsingu af einhverju tagi.


Athugasemdir
banner
banner