Sigurður Gísli Bond Snorrason, betur þekktur sem Siggi Bond er nýgenginn til liðs við Aftureldingu. Hann skoraði eina mark Aftureldingar í 1-1 jafntefli gegn Grindavík í kvöld.
Siggi var tekinn í viðtal eftir leik og hafði þetta að segja.
Lestu um leikinn: Afturelding 1 - 1 Grindavík
„Ég er bara frekar pirraður, við vorum alveg með þá í fyrri hálfleik og mér fannst við hefðum átt að vera 2/3-0 yfir í hálfleik. Svo snerist þetta svolítið við í seinni og þeir náðu að liggja svolítið á okkur. Ég held að 1-1 sé alveg mjög sanngjarnt en ég hefði viljað stela þessu þarna í lokin. Ég veit ekki alveg hvað gerðist þegar ég setti hann fyrir ég held hann hafi verið á leiðinni inn en hann fór í okkar mann. Þannig ég er frekar svekktur sko."
Að skora mark í fyrsta leik hjálpar það ekki sjálfstraustinu?
„Jú jú við tökum það klárlega með inn í sumarið og ég er alveg ánægður með það en ég hefði alltaf skipt því út fyrir 3 stig."
Hvernig er það að vera kominn í Aftureldingu?
„Það er geggjað við spilum geggjaðan fótbolta, kannski ekki alveg í seinni hálfleik. En ég er rosalega ánægður með þetta move hjá mér og ég er kominn í hörkuform og er mjög spenntur fyrir sumarinu.
Ert þú búinn að setja þér markmið fyrir tímabilið?
„Já já en ég er ekki að fara uppjóstra því hér"
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.