Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 06. maí 2022 09:35
Elvar Geir Magnússon
Ten Hag vill fá Ekitike á Old Trafford
Hugo Ekitike.
Hugo Ekitike.
Mynd: Getty Images
Enskir fjölmiðlar segja að Manchester United hafi lagt fram fyrirspurn í nítján ára sóknarmann Reims í Frakklandi, Hugo Ekitike.

Erik ten Hag vill bæta sóknarlínuna á Old Trafford; Edinson Cavani er á förum og framtíð Marcus Rashford og Antony Martial talin í óvissu.

Bráðabirgðastjórinn Ralf Rangnick sagði í þessari viku að United þyrfti að fá að minnsta kosti tvo „nútíma" sóknarmenn.

United gæti fengið harða samkeppni um Ekitike en Arsenal og Newcastle eru sögð hafa áhuga og einnig þýska stórliðið Bayern München.

Frakkinn ungi hefur skorað níu mörk í 21 leik fyrir Reims í frönsku deildinni á þessu tímabili og talið er að hann muni kosta um 13 milljónir punda.

Hann hefur einnig verið orðaður við Borussia Dortmund í ljósi þess að Erling Haaland virðist vera á leið til Manchester City. Newcastle var búið að ná samkomulagi um kaupverð á leikmanninum í janúar en hann ákvað að fara ekki í ensku úrvalsdeildina á þeim tímapunkti.
Athugasemdir
banner
banner
banner