Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 06. júní 2020 13:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Tímaspursmál hvenær Wolfsburg vinnur titilinn
Sara Björk og stöllur eru með gott forskot á toppi deildarinnar. Sara er á sínu síðasta tímabili í Þýskalandi.
Sara Björk og stöllur eru með gott forskot á toppi deildarinnar. Sara er á sínu síðasta tímabili í Þýskalandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sara Björk Gunnarsdóttir var í byrjunarliði Wolfsburg þegar liðið vann 5-1 sigur gegn Frankfurt í úrvalsdeild kvenna í Þýskalandi í leik sem hófst rétt fyrir hádegi.

Alexandra Popp kom Wolfsburg yfir eftir aðeins fimm mínútur og það setti tóninn. Svenja Huth skoraði tvennu fyrir Wolfsburg og voru Fridolina Rolfo og Ewa Pajor einnig á skotskónum.

Wolfsburg er svo gott sem búið að vinna Þýskalandsmeistaratitilinn. Liðið er með 11 stiga forskot á toppi deildarinnar þegar það á eftir að spila fjóra leiki. Bayern, liðið sem er í öðru sæti, á eftir að spila fimm leiki.

Sara Björk, landsliðsfyrirliðinn, er á sínu síðasta tímabili með Wolfsburg. Hún mun róa á önnur mið í sumar eftir að hafa verið hjá félaginu síðan 2016.

Guðlaugur Victor og félagar töpuðu
Í B-deild karla var Guðlaugur Victor Pálsson í byrjunarlið Darmstadt sem tapaði 3-0 á útivelli gegn Jahn Regensburg.

Guðlaugur Victor hefur átt frábært tímabil á miðjunni hjá Darmstadt, en þetta var ekki besti leikurinn hjá honum og hans liðsfélögum. Darmstadt var einum fleiri frá 57. mínútu, en þá misstu heimamenn mann af velli með rautt spjald - í stöðunni 2-0.Einum fleiri bætti hins Jahn Regensburg við marki og lokatölur voru 3-0 í þessum leik.

Darmstadt er í fimmta sæti, sex stigum frá HSV í þriðja sæti. Liðið sem endar í þriðja sæti fer í umspil við lið úr úrvalsdeild um sæti í úrvalsdeild.
Athugasemdir
banner
banner
banner