Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
Davíð Smári: Menn labba ekki nægilega gíraðir inn í seinni hálfleikinn
Heimir: FH liðið er besta liðið í deildinni í að koma til baka
Andri Rúnar: Eftir jöfnunarmarkið vöknum við ekki aftur til lífsins
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
Gunnar Heiðar: Búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik
Vigfús Arnar: Var eins og spennustigið væri eitthvað skrítið hjá okkur
Aron Snær: Ætluðum að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó
Haraldur Freyr: Mótið tapast ekki eða vinnst í fyrstu umferð
Aníta Dögg bjargaði málunum: Ég lenti klukkan sex í morgun
Árni Freyr hæstánægður eftir sigur ÍR - „Vona að þeir bæti í"
Staða sem á ekki að koma upp - „Átti að spila þangað til klukkan 23:30 í gærkvöldi"
„Við vitum í hverju við erum góðar“
Búin að skora í öllum leikjunum til þessa - „Mín upprunalega staða"
Hugur allra hjá Andreu Marý - „Óþægilegt í alla staði"
„Það var ráðist á hana inn í okkar vítateig“
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
   þri 06. júní 2023 23:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ægir tekinn niður í viðtali: Sturluð tilfinning
Ægir fyrir miðju.
Ægir fyrir miðju.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Verið að spila vel að undanförnu.
Verið að spila vel að undanförnu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Sturluð tilfinning, geggjað að vera kominn áfram. Alltaf gaman að skora, leikurinn var virkilega erfiður og við lögðum okkur alla í þetta í dag," sagði Ægir Jarl Jónasson, leikmaður KR, eftir sigur gegn Stjörnunni í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Ægir skoraði sigurmarkið í leiknum í framlengingunni. Hann gerði mjög vel eftir undirbúning frá Benoný Breka Andréssyni.

Lestu um leikinn: KR 2 -  1 Stjarnan

„Ég er búinn að skora núna og síðast gegn Stjörnunni, það er kannski ekki alveg alltaf, en það er gaman að skora, sama á móti hverjum það er. Það er ennþá betra að þetta eru sigurmörk. Ég get alveg skorað, ég veit það. Það sem skiptir máli er að við unnum leikinn og förum áfram."

„Ég fæ boltann rétt fyrir utan vítateig, er nálægt markinu, reyni að koma mér í skotið, kem boltanum á vinstri, hitt'ann ágætlega og hann liggur inni sem er bara geggjað. Ég er töluvert betri með hægri en ég get reddað mér með vinstri."


Ægi finnst KR á leið í rétta átt núna: „Allt að koma hjá okkur og mér líst vel á framhaldið."

Hann hefur komið að þremur mörkum í síðustu þremur leikjum. „Það er eitthvað sem ég býst við af sjálfum mér; að skora og leggja upp. Gott að það sé að tikka inn núna loksins. Það er bara tilviljun að þetta sé að detta núna. Þetta er bara að æfa vel, hugsa um sig og þetta kemur síðan bara allt á endanum held ég."

„Það verður hörku helvítis leikur og ég er bara mjög spenntur,"
sagði Ægir um að mæta Víkingi í undanúrslitum. Hér að neðan má sjá viðtal hans við RÚV eftir leik þar sem sést að Kristján Flóki Finnbogason tæklar hann í grasið í miðju viðtali.


Athugasemdir
banner
banner