Smith Rowe gæti yfirgefið Arsenal - Mörg lið á eftir Toney
"Það verður einhver þvæla, bara eitthvað algjört rugl"
Aron Elí eftir tap gegn Vestra: Vorum bestir í deildinni fannst mér
Maggi Már um rauða spjaldið: Glórulaust
"Ef við værum með sömu aðstöðu og hinir þá værum við ekki að spila þennan leik í dag"
Pétur Péturs: Það skipir engu máli
Nik: Höfum tekið skref á hverju ári
Guðni Eiríks: Hennar fyrstu viðbrögð voru að hún hafi ökklabrotnað
Gulli Gull: Daglegt líf snýst um hvort maður vinnur fótboltaleiki eða ekki
Palli Kristjáns um brotthvarf Rúnars: Erfið ákvörðun en held að hún sé rétt
Kristján Másson: Hrærður yfir öllum þessum meisturum sem mættu á leikinn
Tómas Leó um vítaspyrnudóminn: Hann dæmdi víti þannig er þetta ekki víti?
Elís skoraði sigurmarkið: Stóð upp og vissi ekki hvað ég átti að gera
Sveinn Þór: Þeir mega djamma alla helgina
Besti þátturinn - Tveir fyrrum leikmenn Valerenga mætast
Haraldur Freyr: Sorglegt
Raggi Sig: Mikill léttir
Atli Arnars: Eins og það sé erfitt fyrir dómara að dæma tvö víti fyrir sama lið í leik
Ómar Ingi: Ætluðum að klára þessa fallbaráttu sem við einhvernvegin skráðum okkur í
Rúnar Páll ósáttur með dómgæsluna: Bara hlægilegt, so sorry
Emil Atla um markametið: Þetta væri stórt afrek
   þri 06. júní 2023 23:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ægir tekinn niður í viðtali: Sturluð tilfinning
watermark Ægir fyrir miðju.
Ægir fyrir miðju.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Verið að spila vel að undanförnu.
Verið að spila vel að undanförnu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Sturluð tilfinning, geggjað að vera kominn áfram. Alltaf gaman að skora, leikurinn var virkilega erfiður og við lögðum okkur alla í þetta í dag," sagði Ægir Jarl Jónasson, leikmaður KR, eftir sigur gegn Stjörnunni í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Ægir skoraði sigurmarkið í leiknum í framlengingunni. Hann gerði mjög vel eftir undirbúning frá Benoný Breka Andréssyni.

Lestu um leikinn: KR 2 -  1 Stjarnan

„Ég er búinn að skora núna og síðast gegn Stjörnunni, það er kannski ekki alveg alltaf, en það er gaman að skora, sama á móti hverjum það er. Það er ennþá betra að þetta eru sigurmörk. Ég get alveg skorað, ég veit það. Það sem skiptir máli er að við unnum leikinn og förum áfram."

„Ég fæ boltann rétt fyrir utan vítateig, er nálægt markinu, reyni að koma mér í skotið, kem boltanum á vinstri, hitt'ann ágætlega og hann liggur inni sem er bara geggjað. Ég er töluvert betri með hægri en ég get reddað mér með vinstri."


Ægi finnst KR á leið í rétta átt núna: „Allt að koma hjá okkur og mér líst vel á framhaldið."

Hann hefur komið að þremur mörkum í síðustu þremur leikjum. „Það er eitthvað sem ég býst við af sjálfum mér; að skora og leggja upp. Gott að það sé að tikka inn núna loksins. Það er bara tilviljun að þetta sé að detta núna. Þetta er bara að æfa vel, hugsa um sig og þetta kemur síðan bara allt á endanum held ég."

„Það verður hörku helvítis leikur og ég er bara mjög spenntur,"
sagði Ægir um að mæta Víkingi í undanúrslitum. Hér að neðan má sjá viðtal hans við RÚV eftir leik þar sem sést að Kristján Flóki Finnbogason tæklar hann í grasið í miðju viðtali.


Athugasemdir
banner
banner
banner