Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   þri 06. júní 2023 23:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ægir tekinn niður í viðtali: Sturluð tilfinning
Ægir fyrir miðju.
Ægir fyrir miðju.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Verið að spila vel að undanförnu.
Verið að spila vel að undanförnu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Sturluð tilfinning, geggjað að vera kominn áfram. Alltaf gaman að skora, leikurinn var virkilega erfiður og við lögðum okkur alla í þetta í dag," sagði Ægir Jarl Jónasson, leikmaður KR, eftir sigur gegn Stjörnunni í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Ægir skoraði sigurmarkið í leiknum í framlengingunni. Hann gerði mjög vel eftir undirbúning frá Benoný Breka Andréssyni.

Lestu um leikinn: KR 2 -  1 Stjarnan

„Ég er búinn að skora núna og síðast gegn Stjörnunni, það er kannski ekki alveg alltaf, en það er gaman að skora, sama á móti hverjum það er. Það er ennþá betra að þetta eru sigurmörk. Ég get alveg skorað, ég veit það. Það sem skiptir máli er að við unnum leikinn og förum áfram."

„Ég fæ boltann rétt fyrir utan vítateig, er nálægt markinu, reyni að koma mér í skotið, kem boltanum á vinstri, hitt'ann ágætlega og hann liggur inni sem er bara geggjað. Ég er töluvert betri með hægri en ég get reddað mér með vinstri."


Ægi finnst KR á leið í rétta átt núna: „Allt að koma hjá okkur og mér líst vel á framhaldið."

Hann hefur komið að þremur mörkum í síðustu þremur leikjum. „Það er eitthvað sem ég býst við af sjálfum mér; að skora og leggja upp. Gott að það sé að tikka inn núna loksins. Það er bara tilviljun að þetta sé að detta núna. Þetta er bara að æfa vel, hugsa um sig og þetta kemur síðan bara allt á endanum held ég."

„Það verður hörku helvítis leikur og ég er bara mjög spenntur,"
sagði Ægir um að mæta Víkingi í undanúrslitum. Hér að neðan má sjá viðtal hans við RÚV eftir leik þar sem sést að Kristján Flóki Finnbogason tæklar hann í grasið í miðju viðtali.


Athugasemdir
banner