Onana til Villa - Klopp hefur ekki áhuga á enska landsliðsþjálfarastarfinu - Atletico vill Alvarez
Höskuldur: Bara að sparka eins fast og maður gat og það endaði vel
Dóri Árna: Við vorum betra liðið í 173 mínútur af þessu einvígi
Haraldur Freyr: Hann bað liðsfélaga sína afsökunar
Aron Snær: Að einhver blaðra sé sprungin er mjög þreytt
Óli Hrannar: Þurfum að byrja leikina betur ef við ætlum að komast eitthvað hærra í þessari töflu
Gunnar Heiðar: Það er skemmtilegra að fá græna punktinn
Árni Guðna: Þurfum að læra af því
Anton Ari: Hellidemban fyrir leik var náttúrulega bara snilld
Úlfur: Hann er það markagráðugur að hann er ekki að reyna fiska neitt
Rangur maður rekinn af velli: Dómararnir gátu ekki gefið nein skýr svör
Brynjar Kristmunds: Koðnuðum niður gegn ástríðufullu liði
Var sleginn í andlitið af leikmanni - „Auðvelt að spjalda unga þjálfara“
Arnar Laufdal þarf að vinna í landafræðinni - „Geggjuð keppni fyrir stráka eins og okkur"
Jakob valdi KR: Ég fundaði með sex félögum
Dóri Árna: Þurfum að standa upp og svara almennilega
Höskuldur: Erum að missa stórkostlegan leikmann
Ekki erfitt val þó áhuginn hafi verið mikill - „Mjög góð ákvörðun hjá mér í fyrra"
Stór stund fyrir Kötlu - „Bara alveg frá því ég byrjaði í fótbolta"
Ingibjörg: Ekkert skemmtilegra en að spila með henni
Guðrún létt: Ég verð að fara að drullast til að skora
   fim 06. júní 2024 23:35
Stefán Marteinn Ólafsson
Úlfur Arnar: Þessir strákar eru bara töffarar
Lengjudeildin
Úlfur Arnar Jökulsson þjálfari Fjölnis
Úlfur Arnar Jökulsson þjálfari Fjölnis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það var sannkallaður toppslagur þegar Fjölnismenn tóku á móti Njarðvík í Egilshöllinni í kvöld.

Njarðvíkingar voru á toppi Lengjudeildarinnar fyrir leikinn í dag en Fjölnir gátu með sigri lyft sér upp fyrir þá í toppsætið.


Lestu um leikinn: Fjölnir 4 -  2 Njarðvík

„Stoltur, hreykinn og syng bara olé olé olé" Sagði Úlfur Arnar Jökulsson þjálfari Fjölnis eftir sigurinn gegn Njarðvík.

„Liðsheild, vinnusemi og hugrekki. Svo eru þessir strákar bara töffarar. Við erum búnir að læra rosalega mikið og við erum orðnir þannig að við getum gert bara allt sem að leikurinn býður upp á. Við þurftum að fara í ýmsa hami í dag og vorum góðir í sama hvaða líki við vorum í og það var það sem skóp þennan sigur." 

Fjölnir leiddu með þremur mörkum gegn einu í hálfleik og skoruðu fjórða markið snemma í síðari hálfleik sem slökkti svolítið í leiknum en Úlfur Arnar hrósaði Njarðvíkurliðinu hástert. 

„Aldrei slaka á. Sérstaklega ekki á móti þessu Njarðvíkurliði. Þetta er hrikalega gott og skemmtilegt lið. Gunnar Heiðar og hans menn eiga bara heiður skilið fyrir hvað þeir eru búnir að gera með þetta lið. Þeir eru svart og hvítt frá því í fyrra." 

Það hefur verið svolítið neikvæð umfjöllun um Fjölni síðustu vikur og þá sérstaklega um fjárhag Fjölnis en sú umræða virðist ekki vera að smitast inn á völlinn. 

„Alls ekki. Það er bara hrikalega gaman að vera í Fjölni og við erum að njóta þess að vera saman og æfum af krafti og njótum þess að vera inni á vellinum að spila þessa leiki. Við erum í efsta sæti núna og ætlum að njóta þess á meðan er og þar viljum við vera. Við hlökkum bara til að mæta á næstu æfingu og mæta í næsta leik. Við erum bara mjög glaðir og höldum áfram." 

Nánar er rætt við Úlf Arnar Jökulsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Fjölnir 13 9 3 1 27 - 13 +14 30
2.    Njarðvík 13 7 3 3 25 - 17 +8 24
3.    ÍBV 12 5 4 3 24 - 15 +9 19
4.    ÍR 13 5 4 4 19 - 18 +1 19
5.    Keflavík 13 4 6 3 17 - 14 +3 18
6.    Þór 12 4 5 3 21 - 18 +3 17
7.    Grindavík 13 4 5 4 21 - 24 -3 17
8.    Afturelding 13 5 2 6 20 - 26 -6 17
9.    Þróttur R. 12 4 3 5 20 - 18 +2 15
10.    Leiknir R. 13 4 0 9 15 - 23 -8 12
11.    Grótta 13 2 4 7 19 - 32 -13 10
12.    Dalvík/Reynir 12 1 5 6 12 - 22 -10 8
Athugasemdir
banner
banner