Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
   fim 06. júní 2024 23:35
Stefán Marteinn Ólafsson
Úlfur Arnar: Þessir strákar eru bara töffarar
Lengjudeildin
Úlfur Arnar Jökulsson þjálfari Fjölnis
Úlfur Arnar Jökulsson þjálfari Fjölnis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það var sannkallaður toppslagur þegar Fjölnismenn tóku á móti Njarðvík í Egilshöllinni í kvöld.

Njarðvíkingar voru á toppi Lengjudeildarinnar fyrir leikinn í dag en Fjölnir gátu með sigri lyft sér upp fyrir þá í toppsætið.


Lestu um leikinn: Fjölnir 4 -  2 Njarðvík

„Stoltur, hreykinn og syng bara olé olé olé" Sagði Úlfur Arnar Jökulsson þjálfari Fjölnis eftir sigurinn gegn Njarðvík.

„Liðsheild, vinnusemi og hugrekki. Svo eru þessir strákar bara töffarar. Við erum búnir að læra rosalega mikið og við erum orðnir þannig að við getum gert bara allt sem að leikurinn býður upp á. Við þurftum að fara í ýmsa hami í dag og vorum góðir í sama hvaða líki við vorum í og það var það sem skóp þennan sigur." 

Fjölnir leiddu með þremur mörkum gegn einu í hálfleik og skoruðu fjórða markið snemma í síðari hálfleik sem slökkti svolítið í leiknum en Úlfur Arnar hrósaði Njarðvíkurliðinu hástert. 

„Aldrei slaka á. Sérstaklega ekki á móti þessu Njarðvíkurliði. Þetta er hrikalega gott og skemmtilegt lið. Gunnar Heiðar og hans menn eiga bara heiður skilið fyrir hvað þeir eru búnir að gera með þetta lið. Þeir eru svart og hvítt frá því í fyrra." 

Það hefur verið svolítið neikvæð umfjöllun um Fjölni síðustu vikur og þá sérstaklega um fjárhag Fjölnis en sú umræða virðist ekki vera að smitast inn á völlinn. 

„Alls ekki. Það er bara hrikalega gaman að vera í Fjölni og við erum að njóta þess að vera saman og æfum af krafti og njótum þess að vera inni á vellinum að spila þessa leiki. Við erum í efsta sæti núna og ætlum að njóta þess á meðan er og þar viljum við vera. Við hlökkum bara til að mæta á næstu æfingu og mæta í næsta leik. Við erum bara mjög glaðir og höldum áfram." 

Nánar er rætt við Úlf Arnar Jökulsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner