Liverpool og Man Utd fylgjast með þróun mála hjá Vinícius - Liverpool hefur átt í viðræðum um Antoine Semenyo - Gallagher eftirsóttur
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
   fim 06. júní 2024 23:35
Stefán Marteinn Ólafsson
Úlfur Arnar: Þessir strákar eru bara töffarar
Lengjudeildin
Úlfur Arnar Jökulsson þjálfari Fjölnis
Úlfur Arnar Jökulsson þjálfari Fjölnis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það var sannkallaður toppslagur þegar Fjölnismenn tóku á móti Njarðvík í Egilshöllinni í kvöld.

Njarðvíkingar voru á toppi Lengjudeildarinnar fyrir leikinn í dag en Fjölnir gátu með sigri lyft sér upp fyrir þá í toppsætið.


Lestu um leikinn: Fjölnir 4 -  2 Njarðvík

„Stoltur, hreykinn og syng bara olé olé olé" Sagði Úlfur Arnar Jökulsson þjálfari Fjölnis eftir sigurinn gegn Njarðvík.

„Liðsheild, vinnusemi og hugrekki. Svo eru þessir strákar bara töffarar. Við erum búnir að læra rosalega mikið og við erum orðnir þannig að við getum gert bara allt sem að leikurinn býður upp á. Við þurftum að fara í ýmsa hami í dag og vorum góðir í sama hvaða líki við vorum í og það var það sem skóp þennan sigur." 

Fjölnir leiddu með þremur mörkum gegn einu í hálfleik og skoruðu fjórða markið snemma í síðari hálfleik sem slökkti svolítið í leiknum en Úlfur Arnar hrósaði Njarðvíkurliðinu hástert. 

„Aldrei slaka á. Sérstaklega ekki á móti þessu Njarðvíkurliði. Þetta er hrikalega gott og skemmtilegt lið. Gunnar Heiðar og hans menn eiga bara heiður skilið fyrir hvað þeir eru búnir að gera með þetta lið. Þeir eru svart og hvítt frá því í fyrra." 

Það hefur verið svolítið neikvæð umfjöllun um Fjölni síðustu vikur og þá sérstaklega um fjárhag Fjölnis en sú umræða virðist ekki vera að smitast inn á völlinn. 

„Alls ekki. Það er bara hrikalega gaman að vera í Fjölni og við erum að njóta þess að vera saman og æfum af krafti og njótum þess að vera inni á vellinum að spila þessa leiki. Við erum í efsta sæti núna og ætlum að njóta þess á meðan er og þar viljum við vera. Við hlökkum bara til að mæta á næstu æfingu og mæta í næsta leik. Við erum bara mjög glaðir og höldum áfram." 

Nánar er rætt við Úlf Arnar Jökulsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner