Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fim 06. júní 2024 23:35
Stefán Marteinn Ólafsson
Úlfur Arnar: Þessir strákar eru bara töffarar
Lengjudeildin
Úlfur Arnar Jökulsson þjálfari Fjölnis
Úlfur Arnar Jökulsson þjálfari Fjölnis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það var sannkallaður toppslagur þegar Fjölnismenn tóku á móti Njarðvík í Egilshöllinni í kvöld.

Njarðvíkingar voru á toppi Lengjudeildarinnar fyrir leikinn í dag en Fjölnir gátu með sigri lyft sér upp fyrir þá í toppsætið.


Lestu um leikinn: Fjölnir 4 -  2 Njarðvík

„Stoltur, hreykinn og syng bara olé olé olé" Sagði Úlfur Arnar Jökulsson þjálfari Fjölnis eftir sigurinn gegn Njarðvík.

„Liðsheild, vinnusemi og hugrekki. Svo eru þessir strákar bara töffarar. Við erum búnir að læra rosalega mikið og við erum orðnir þannig að við getum gert bara allt sem að leikurinn býður upp á. Við þurftum að fara í ýmsa hami í dag og vorum góðir í sama hvaða líki við vorum í og það var það sem skóp þennan sigur." 

Fjölnir leiddu með þremur mörkum gegn einu í hálfleik og skoruðu fjórða markið snemma í síðari hálfleik sem slökkti svolítið í leiknum en Úlfur Arnar hrósaði Njarðvíkurliðinu hástert. 

„Aldrei slaka á. Sérstaklega ekki á móti þessu Njarðvíkurliði. Þetta er hrikalega gott og skemmtilegt lið. Gunnar Heiðar og hans menn eiga bara heiður skilið fyrir hvað þeir eru búnir að gera með þetta lið. Þeir eru svart og hvítt frá því í fyrra." 

Það hefur verið svolítið neikvæð umfjöllun um Fjölni síðustu vikur og þá sérstaklega um fjárhag Fjölnis en sú umræða virðist ekki vera að smitast inn á völlinn. 

„Alls ekki. Það er bara hrikalega gaman að vera í Fjölni og við erum að njóta þess að vera saman og æfum af krafti og njótum þess að vera inni á vellinum að spila þessa leiki. Við erum í efsta sæti núna og ætlum að njóta þess á meðan er og þar viljum við vera. Við hlökkum bara til að mæta á næstu æfingu og mæta í næsta leik. Við erum bara mjög glaðir og höldum áfram." 

Nánar er rætt við Úlf Arnar Jökulsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner