Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   fim 06. júní 2024 23:35
Stefán Marteinn Ólafsson
Úlfur Arnar: Þessir strákar eru bara töffarar
Lengjudeildin
Úlfur Arnar Jökulsson þjálfari Fjölnis
Úlfur Arnar Jökulsson þjálfari Fjölnis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það var sannkallaður toppslagur þegar Fjölnismenn tóku á móti Njarðvík í Egilshöllinni í kvöld.

Njarðvíkingar voru á toppi Lengjudeildarinnar fyrir leikinn í dag en Fjölnir gátu með sigri lyft sér upp fyrir þá í toppsætið.


Lestu um leikinn: Fjölnir 4 -  2 Njarðvík

„Stoltur, hreykinn og syng bara olé olé olé" Sagði Úlfur Arnar Jökulsson þjálfari Fjölnis eftir sigurinn gegn Njarðvík.

„Liðsheild, vinnusemi og hugrekki. Svo eru þessir strákar bara töffarar. Við erum búnir að læra rosalega mikið og við erum orðnir þannig að við getum gert bara allt sem að leikurinn býður upp á. Við þurftum að fara í ýmsa hami í dag og vorum góðir í sama hvaða líki við vorum í og það var það sem skóp þennan sigur." 

Fjölnir leiddu með þremur mörkum gegn einu í hálfleik og skoruðu fjórða markið snemma í síðari hálfleik sem slökkti svolítið í leiknum en Úlfur Arnar hrósaði Njarðvíkurliðinu hástert. 

„Aldrei slaka á. Sérstaklega ekki á móti þessu Njarðvíkurliði. Þetta er hrikalega gott og skemmtilegt lið. Gunnar Heiðar og hans menn eiga bara heiður skilið fyrir hvað þeir eru búnir að gera með þetta lið. Þeir eru svart og hvítt frá því í fyrra." 

Það hefur verið svolítið neikvæð umfjöllun um Fjölni síðustu vikur og þá sérstaklega um fjárhag Fjölnis en sú umræða virðist ekki vera að smitast inn á völlinn. 

„Alls ekki. Það er bara hrikalega gaman að vera í Fjölni og við erum að njóta þess að vera saman og æfum af krafti og njótum þess að vera inni á vellinum að spila þessa leiki. Við erum í efsta sæti núna og ætlum að njóta þess á meðan er og þar viljum við vera. Við hlökkum bara til að mæta á næstu æfingu og mæta í næsta leik. Við erum bara mjög glaðir og höldum áfram." 

Nánar er rætt við Úlf Arnar Jökulsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner