Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mán 06. júlí 2020 20:00
Aksentije Milisic
Mourinho um Arsenal: Þeir hafa ekki mikið til að gleðjast yfir
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Tottenham, hefur skotið til baka á Arsenal eftir að félagið gerði grín að tapi Tottenham gegn Sheffield United.

Arsenal setti inn færslu á samskiptamiðla eftir tap Tottenham og þar stóð: „Það er ekki auðvelt að vinna Sheffield United á Bramall Lane" og með fylgdi mynd af Dani Ceballos fagna sigurmarkinu gegn Sheffield.

Jose Mourinho skaut til baka á Arsenal fyrir leikinn gegn Everton í kvöld. Hann sagði að liðið er að gleðjast yfir vandræðum annari liða vegna þess að þeir sjálfir séu í vandræðum.

„Ef þeir væru á toppi deildarinnar eða í topp fjórum þá væru þeir ekki að njóta þess að önnur lið væru í vandræðum. Þegar þú ert sjálfur í vandræðum þá nýtur þú þess að aðrir séu í vandræðum."

„Þeir hafa ekki mikið til að gleðjast yfir svo þeir fengu tækifæri þarna. Arsenal er í svipaðri stöðu og við í deildinni."

„Þetta er ekkert vesen, við munum bíða eftir þeim. Ég held að þetta hafi ekki verið Mikel Arteta eða Granit Xhaka sem setti þessa færslu inn. Þetta var líklega einhver sem var að vinna heima hjá sér í þrjá mánuði," sagði portúgalinn.
Athugasemdir
banner
banner